Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Síða 16
Hásetafrœðsla
stundir og var kennt í samræmi við
námskrá Alþjóðabálksins ( STCW-Code
95) um stýrisvakt og stýrisskipanir, ís-
lenskar reglur um notkun sjálfstýringar
og prófun stýrisbúnaðar, siglingaljós og
sjómerki, talkerfi um borð og neyðar-
baujur, siglinga- og vaktreglur og vakta-
skipti. Þá var nýja sjónsiglingatækið, sem
skólinn fékk í fyrra notað til þess að æfa
nemendur í að standa útvörð. I’etta tæki
kom sér nú sérstaklega vel, en auk sigl-
ingaljósa og dagmerkja á hinum ýmsu
gerðum skipa sýnir tækið t.d. innsiglingu
bæði til Ameríkuhafna (Halifax) og Evr-
ópuhafna (Rotterdam), en sjómerkja-
kerfi til þessara hafna eru gerólík, þ.e. A-
kerfi í Evrópu með grænar baujur um
stjórnborða og rauðar á bakborða, en í
Ameríku er svonefnt B-kerfi með rauðar
baujur um stjórnborða og grænar baujur
um bakborða, þegar siglt er inn til hafn-
anna.
Þrautreyndir sjómenn sóttu námskeið-
ið og luku sjö náminu. Til þess að fá al-
þjóðlegt skírteini sem aðstoðarmaður í
brú, en Siglingastofnun íslands gefur út
skirteinið, á auk skírteinis um lok nám-
skeiðs við Stýrimannaskólann að leggja
fram siglingatíma og frá Slysavarnaskóla
sjómanna vottorð um að hafa lokið nám-
skeiði í grundvallaratriðum í notkun
björgunar- og öryggistækja um borð í
skipum ásamt æfingu í eldvörnum og
slökkvistarfi. Einnig skal leggja frarn
heilbrigðisvottorð og vottorð um full-
komið litaskyn.
Alþjóðleg úttekt
1 samræmi við ákvæði Alþjóðasam-
þykktar um staðlaða þjálfun, skírteini og
vaktir sjómanna ( STCW - 95) hefur
Siglingastofnun íslands, sem er tengilið-
ur íslands við Alþjóðasiglingamálastofn-
unina (IMO) í London, nú í janúar og
febrúar, framkvæmt mat á námskrám,
námi, kennurum og búnaði Stýrimanna-
skólans í Reykjavík og Vélskóla íslands.
Matið er að kröfu STCW-samþykktar-
innar um gæðamat og nám og þekkingu
skipstjórnar- og vélstjórnarmanna.
Niðurstaða úttektarinnar var að báðir
skólarnir stóðust kröfur Alþjóðasiglinga-
málastofnunarinnar um menntun og
búnað skv. STCW- samþykktinni.
Sitjandi taliðfrá vinstri: Guðjón Tómasson og Bogi Örvar Þorsteinsson, báðirfrá Eimskip.
Aftari röð : Guðmundur B Sigurðsson, Eimskip; Amgrimur Jónsson, Jón Brynjar Jónsson, báðir
frá Olíudreifing h.f. ( m/s Kyndill); Jón H Kristjánsson og Óskar Þór Óskarsson báðirfrá Sam-
skip.
140 ríki með 95% af kaupskipaflota
heimsins eru aðilar að þessari samþykkt.
Hinn 1. júlí 2001 tóku gildi ný lög um á-
hafnir íslenskra farþegaskipa og flutn-
ingaskipa, en lögin voru m.a. sett til
þess að aðlaga ísland, sjómannaskólana,
íslenska farmenn og kaupskipaútgerðirn-
ar að þessari alþjóðasamþykkt.
Störfum um borð er nú skipt í þrjú á-
byrgðarsvið sem eru :
Stjórnunarsvið þar sem starfa skipstjóri
og yfirstýrimaður, yfirvélstjóri og 1. vél-
stjóri.
Rekstrarsvið þar sem starfa stýrimenn
og vélstjórar sem eru undir stjórn yfir-
manna á stjórnunarsviði.
Stoðsvið, þar sem starfa aðstoðarmenn
i brú og i vél sem eru undir stjórn yfir-
manna á stjórnunar- og rekstrarsviði.
Hefð í nágrannalöndum
Löng hefð er fyrir sérstakri menntun
og þjálfun háseta eða aðstoðarmanna á
stoðsviði í nágrannalöndunum. í Dan-
eitt ár, en því var ekki frekar sinnt af
hagsmunaðilum og yfirvöldum siglinga-
og menntamála.
í lögunum um áhafnir íslenskra far-
þegaskipa og flutningaskipa sem tóku
gildi 1. júlí s.l. sumar eru sérstök á-
kvæði um aðstoðarmenn í brú og í vél og
skulu þeir hafa “að lágmarki 9 mánaða
siglinga- og námstíma, þar á meðal sigl-
ingatíma sem má ekki vera skemmri en
4 mánuðir. Af siglingatíma skal aðstoðar-
maður í brú hafa gengið vaktir í brú
a.m.k. í 4 mánuði undir beinu eftirliti
skipstjóra eða vakthafandi stýrimanns og
skal þar leiðbeint í öllu sem varðar vaktir
og varðstöðu á siglingavakt”.
Þrautreyndir sjómenn
Hásetanámskeiðið eða “námskeið fyr-
ir aðstoðarmenn í brú” eins og það var
nefnt í samræmi við lögin var haldið í
Stýrimannaskólanum frá 11. til 15. febr-
úar s.l.
Samtals var námskeiðið 40 kennslu-
Nýlega lauk vikunámskeiði , sem
haldið var í Stýrimannaskólanum fyrir
háseta frá þremur kaupskipaútgerðum,
Eimskip, Samskip og Olíudreifingu (m/s
Kyndill).
Námskeiðið er haldið í samræmi við
alþjóðakröfur í samþykkt Alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar (IMO), um
staðlaða þjálfun, skírteini og vaktir sjó-
manna ( STCW - 95), sem ísland varð
fullgildur aðili að 21. júní 1995, en um
mörku, Noregi, Þýskalandi og fleiri lönd-
um Vestur-Evrópu hafa lengi verið til
sérstakir sjóvinnuskólar
(Söfartsskoler) og skólaskip fyrir byrj-
endur til sjós. ítrekað hafa verið gerðar
tillögur um þess háttar markvissa þjálf-
un og skóla sjómannsefna, m.a. af Al-
þingi árið 1975 með frumvarpi um sér-
stakan sjóvinnuskóla. Árið 1995 lögðu
skólameistarar Sjómannaskólans fram til-
lögu um vísi að hásetaskóla, sem tæki
16 - Sjómannablaðið Víkingur