Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Page 24
Frumvarp sjávarútxegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða Lagt verði á magn- og afkomutengt veiðigj ald Ártii Mathiesen Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Helstu breytingar sem þar er lagt til að gerðar verði á lögunum eru þessar: í frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi að lagt verði á magn- og afkomutengt veið- gjald. Sagt er að með því móti náist fram hvorutveggja í senn tenging við afkomu og magn veiðiheimilda hverju sinni. Um sé að ræða útfærslu á hugmyndum nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Er gjaldið fundið út með því að draga helstu kostnaðarliði útgerðar- innar, olíu-, launa- og annan rekstrar- kostnað ákveðins tímabils frá aflaverð- mæti sama tímabils. Gerir frumvarpið ráð fyrir að 9,5% þeirrar fjárhæðar sem eftir stendur, reiknað í krónum á þorskígildiskílógrömm, verði lagt á þorskígildiskílógrömm komandi fisk- veiðiárs. Til þess að fyrirtæki geti aðlagað rekstur sinn að breytingunum er lagt til að veiðigjaldið verði tekið upp í áföngum á árunum 2004-2009. Gert er ráð fyrir að þegar síðasta áfanga er náð árið 2009 geti gjaldið skilað ríkissjóði um 1,8-2 millj- örðum króna í tekjur á verðlagi ársins í ár. Veiðigjaldið verður frádráttarbært frá tekjuskatti og lækkar tekjuskattsstofn fyrirtækjanna sem nemur gjaldinu. Afkomutengingin sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu er útfærð þannig að miðað er við að frá heildaraflaverðmæti ákveð- ins liðins tímabils séu dregnir stærstu kostnaðarliðir útgerðarinnar þ.e. reiknuð laun, olíukostnaður og annar rekstrar- kostnaður. Þær tekjur sem eftir standa þegar þessi kostnaður hefur verið greidd- ur verður notaðar sem grundvöllur gjald- tökunnar á komandi fiskveiðiári. Með þessu móti sé tekið tillit til þeirra þátta sem mest áhrif hafa á afkomu útgerðar- innar, þ.e. sveiflum í fiskverði og afla og sérstaklega skilgreindum kostnaðarliðum útgerðarinnar. Magntenging gjaldsins samkvæmt frumvarpinu kemur til með tvennu móti. Annars vegar sem hluti af afkomuteng- ingunni þar sem aflamagn mun hafa mikil áhrif og hins vegar við álagningu gjaldsins þar sem miðað er við að fast gjald sé lagt á hvert þorskígildiskíló- grömm. Með þessu er tryggt að álagning gjaldsins taki tillit til breytinga sem kunna að verða á afla og aflaheimildum. Tillaga er um að sjávarútvegsráðherra geti að höfðu samráði við Byggðastofnun ráðstafað allt að 1.500 lestum af óslægð- um botnfiski til skipa sem gerð eru út frá byggðarlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Er gert ráð fyrir að þessar 1.500 lestir verði teknar af þeirn heimildum sem ráðherra hefur nú, skv. 9. gr. laganna um stjórn fiskveiða, til að mæta áföllum sem l'yrir- sjáanleg eru. Pá er í frumvarpinu lagt til að tillögum meirihluta nefndarinnar um hámarks- aflahlutdeild verði fylgt, en meirihlutinn taldi ákvæði 11. gr. laga um stjórn fisk- veiða óþarflega þröng hvað þetta varðar. Að mati meirihlutans koma þessar reglur í veg fyrir að hagkvæmni stærðarinnar sé nýtt og hamla sérhæfingu fyrirtækja. Er þvi lagt til að hámarkshlutdeild einstakra aðila í þorski verði 12%, en hámarks- hlutdeild í öðrum bolfisktegundum verði 50%. Enn fremur er lagt til að samanlögð aflahlutdeild einstakra aðila verði 12% óháð því hvort fyrirtækin eru í dreifðri eignaraðild. í frumvarpinu er lagt til að settar verði ákveðnar reglur unt hvenær unnt er að flytja aílamark milli skipa. Samkvæmt þessri grein er það fyrst unnt þegar afla- markinu hefur verið úthlutað og lýkur fresti til þess 15 dögum eftir að veiði- tímabili lýkur. Þá er lagt til að heimild til flutnings sé takmörkuð þannig að afla- heimildir séu ekki bersýnilega umfram veiðigetu skipsins. Gerðar eru tillögur um breytingar á þeim reglum sem nú heimila Fiskistofu að samþykkja að vikið sé frá takmörkun á heimild til flutnings aflamarks. Þá er gert ráð fyrir að heimild ákvæðis til flutnings aflaheimilda milli skipa inn- an sömu útgerðar verði rýmkuð. DNG handfæravindur og STK staösetningarkerfi Átaks- og lengdarmælingar fyrir togskip og dragnótabáta Sjóvéla línukerfi og LineTec stjórnbúnaöur DNG VAKI Armúli 44 • 108 Reykjavík sími 595 3000 • fax 595 3001 Lónsbakki • 602 Akureyri sími 461 1 122 • fax 461 1125 www.vaki.is v a k i @ v a k i. i s 24 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.