Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 36
Menn létufara vel um sig í björgunarbátnum. Vilhjálmur myndar atburðinn Það að Vilhjálmur tók myndavélina varð til þess að slysið komst i heims- pressuna þvi myndirnar hans voru grunnur að frásögn helstu stórblaða Evr- ópu af þessu einkennilega slysi. Myndir Vilhjálms birtust í að minnsta kosti 13 erlendum blöðum og tímaritum en ekki fékk hann krónu fyrir birtingarnar. „Ég reyndi þó að sækja rétt minn með aðstoð lögfræðings hér heima en þegar upp var staðið var reikningur lög- fræðingsins hærri en sem nam greiðslum fyrir myndirnar,” segir Vilhjálmur og sýnir blaðamanni reikninginn. Það kem- ur fram að greiðslurnar fyrir myndbirt- ingu í einu sænsku blaðanna séu rúmar fimm hunduð íslenskar krónur en lög- fræðingnum þótti ekki rétt að rukka Vil- hjálm um meiri greiðslu. „Ég átti alveg ágæta Konica mynda- vél og var nýbúinn að setja 36 mynda Vilhjálmur iklæddist björgunarvesti í rólegheitum en aðrir gáfu sér ekki tíma til þess. filmu í hana. Ég var þriðji síðastur frá borði enda lá mér ekkert á. Ég var þó var við að farþegar og sumir af áhöfninni voru skelfingu lostnir. Það var heilmikill asi og stress í gangi þegar fólk var að yf- irgefa skipið. Sumir bílstjórarnir voru á nærbuxunum einum fata þegar þeir stukku í bátana. Enginn fórst en nokkrir slösuðust vegna þess að þeir stukku út á gólf úr kojunni og stöppuðu í glerbrotu- um af flöskum og glösum. Þar sem skip- ið haggaðist lítið sem ekkert var almennt ekki verið að skorða brothætta hluti niður,”segir Vilhjálmur. Þegar hann loks kom út úr klefanum sínum, klæddur með ferðatöskuna og myndavélina tilbúna var búið að fara með flesta skipsbrotsmenn um borð í þýskt skip sem var nálægt. Klukkan 3.30 um nóttina fóru síðustu menn frá borði í gúmmíbát, þar á meðal Vilhjálm- ur. „Það var upplit á mönnum þegar ég kom í björgunarbátinn, fullklæddur með tösku og myndavél eins og hver annar túristi,” segir Vilhjálmur og hlær. „Ég var allan tímann fullviss um að skipið myndi ekki sökkva nema á löngum tíma. Það var mjög gott veður, hiti og sólin að koma upp. Sjórinn bærðist ekki og Mið- jarðarhafið er nú ekki kalt á miðju suinri. Enda kom það svo á daginn að i þetta sinn fór skipið ekki niður.” Þrettán erlend blöð birtu myndir Vilhjálms Einsog áður sagði björguðust allir urn borð í Zenobiu og farið var með rnann- skapinn í land í Limmasol á Kýpur. Þar var öllum komið fyrir á hótelum. „Ég fékk inni á glæsilegu hóteli í bæn- um og hafði það gott á meðan ég beið eftir því að vera kallaður um borð. Með mér á hótelinu voru bílstjórar en enginn úr áhöfninni. Næsta dag fór ég með lilmuna í framköllun og fékk líka þessar fínu myndir af skipinu. Þegar ég sýndi félögum mínum myndirnar vildu allir fá eintak og filman var framkölluð í tuga- vis. Þannig fóru myndirnar á flakk um allan heim og ég tapaði af höfundarrétt- inum og hugsanlegum greiðslum fyrir myndbirtinguna, “ segir Vilhjálmur. Hann á eintök af öllum þeim blöðum sem hann komst yfir en þau eru þrettán. Tvö þeirra eru gefin út í Júgóslavíu, tvö í Svíþjóð, tvö á Ítalíu, tvö þeirra eru frá Kýpur, eitt frá Sviss, eitt frá Þýskalandi, eitt frá Austurríki og annað frá Sviss. Af þessum er blaðið Stern frá Þýskalandi líklegast þekktast á alþjóðamarkaði. Á forsíðu tölublaðsins með myndum Vil- hjálms er mynd af sænsku tennisstjörn- unni Birni Borg en frægð hans var í algelymi á þessum árum. Líklega er að myndirnar hafi birst víðar þótt Vilhjálm- ur eigi ekki eintök af þeim blöðum. „Ég harkaði þessi eintök út með þvi 36 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.