Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 42
Sigling um Netið 5 í umsjón Hilmars Snorrasonar Að þessu sinni ætla ég að hefja ferð mína á Netinu hjá einu af fengsælustu fjölveiðiskipum okkar íslend- ingar en það er Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA. Hann er að finna á slóðinni http://frontpage.sim- net.is/eall/ Hér er virkilega skemmtileg síða að skoða og þar er m.a. myndir frá ýmsum uppákomum um borð og einnig fréttir af velgengni þeirra. Þá er einnig hægt að fara í létta afþreyingu á síðunni í formi þess að stjórna orrustuþotu. Það er víða hægt að kíkja um borð í skip. Ein er sú síða sem samanstend- ur af rauntíma myndavélum sem eru um borð í skip- um og einnig í höfnum víða um heim. Síðan er á slóðinni http://www.kroooz-cams.com en þar má sjá meðal annars myndir frá tveimur norskum ferjum, sex ítölskum skemmtiferðaskipum og svona mætti lengi telja. Þegar þetta er skrifað leit ég á myndavél- ina sem er í brúnni á Costa Romantica sem var á 16 mílna ferð i Karíbahafi á leið til St. Thomas eyja. Ef við höfum fengið áhuga á að fara í siglingu með skemmtiferðaskipi getur verið gott að skoða hversu vel skipið hefur staðist skyndiskoðanir. Með því að fara inn á http://www.equasis.org/. Hér þarf reyndar að skrá sig inn en það er frítt. Aðeins þarf að muna kenniorð og lykilorð sem hver og einn velur sér sjálfur og síðan er að setja inn nöfn þeirra skipa sem þið viljið fá upplýsingar um. Þá er einnig val um að setja kallmerki eða skráninganúmer skips hjá Lloyds. Við skoðun á Casta Romantica sem hér var nefnd að framan þá kemur skipið mjög vel út í skoðunum og því ætti að vera í góðu lagi að ferðast með því hvað öryggi þess varð- ar. Fyrir áhugamenn á gömlum stríðsminjum þá verða þeir að skoða stolt Breta sem Bismark skaut niður vestur af landinu í seinni heimsstyrjöldinni. Sjónvarpsfólk frá Channel 4 komu hingað til lands til að finna Hood og afrakstur þeirra ferða má sjá í myndasafni á slóðinni http://www.channel4.com/hood/index.html Síðan hefur að geyma margar afar merkilegar myndir sem engir ættu að láta fram hjá sér fara. Ljósmyndasíður er alltaf klassískar að skoða. Það er aragrúi góðra skipamyndasíðna á netinu og nokkrar fá að fljóta með að þessu sinni. Terry Bolton er með skipasíðu sína á slóðinni http://www.terryboltonships.50megs.com/ í gegnum síðu hans er hægt að kaupa myndir. Hreint afburðar góða síðu nor- rænna skipamynda er að finna á slóðinni http://www.termalo- ma.com/ Þessi síða hefur að geyma hundruðu ljósmynda af norrænum skipum þar með töldum íslenskum. Þeir Ole og Terje Moene eru ljósmyndararnir. Hollenskt ljósmyndafyrir- tæki sem heitir Flying focus er að finna á http://www.flyingfo- cus.nl. Þessi síða er sölusíða en fjöldann allan af skipum hefur fyrirtækið verið að mynda. Einnig eru þeir að selja almanaök með skipaljósmyndum sem eru hreint alveg einstakar. Síðasta ljósmyndasiðan er sænsk http://wl.828.telia.com/~u82803079/ en þar er að finna myndir af allra handa skipum. Ahugaverð síða. Þá er að skoða síðu sem er mjög áhugaverð en það er síða sem heitir heitir Mercy ships og er á slóðinni http://www.mercyships.org/sitemap.shtml Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þessa síðu en sjón er sögu ríkari. Hún er um mjög göfugt hjálparstarf og er ferð um þessa síðu nokkuð sem verður eftirminnilegt um langan líma. Lokasiðan að þessu sinni er íslensk og er með mynd- um og upplýsingum um kaupskip i íslenskri eigu og rekstri auk ljósmynda af fiskiskipum sem og erlendum skipum. Hana er að finna á slóðinni http://www.heim- snet.is/iceship. Hvorki hef ég í huga að gefa þessari siðu dóma eða fjalla um hana á annan hátt þar sem hún er í umsjón og eigu þess sem þetta skrifar. Njótið vel VARAHLUTIR • RÁÐGJÖF • EFTIRLIT • ÞJÓNUSTA ® i£h Cyklop INTERNATIONAL m DAEWOO DAFWCX) MÍAVV INDUSTBIES LTD rintt^öirr^lannl D'íkpatP'aeGg Sjókopar Leg u r Pakkdósir Varahlutir Dælur Austurskiljur Lokar Bindivélar Vélar R æ kj u I í n u r Frystipönnur Tengi Ásþétti SKIPA & VÉLAEFTIRLITIÐ M.SIGURDSSON EHF Smiöshöfði 13 -110 Reykjavík Sími: 587 1503 Fax: 587 4167 GSM: 894 4790 / 899 4790 / 893 4790 E-mail: msig@msig.is -www.msig.is 42 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.