Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 45
Indlandi með brotajárn en því var reyndar öðruvísi farið þegar
Borzna, sem hefur 36 þúsund tonna burðargetu, kom til hafnar-
innar Chennai á Indlandi á nýjársdag. Skipið var það fyrsta af
þremur sem kom þangað með brotajárn úr Tvíburaturnunum í
New York en skipið var með 33 þúsund tonna farm. Það er þó
ekki allt rnagnið þvi þrjú önnur skip af svipaðri stærð eru á leið
til Kína í sömu erindagjörðum. Fyrir flutninginn er borgað 120
dollara á tonnið (CIF).
Tvö ný grísk farþegaskip l smíðum en nú á að leyfa ellilífeyrisþegum
áð fara að sigla á ný þar í landi sðkum skorts á yfimönnum.
Gamlingjar á sjóinn
Nú er fokið í flest skjól. Grísk stjórnvöld hafa heimilað að
skrá í skiprúm á ný yfirmenn sem þegar hafa verið settir í land
sökum aldurs. Fessum öldnu sjómönnum verður boðið upp á
stutta endurþjálfun og þeir muni jafnfram ekki missa niður eft-
irlaunagreiðslur. Þetta er gert í kjölfar tilrauna til að fá til starfa
yfirmenn á grísk kaupskip en án árangurs. Siglingamálaráð-
herra Grikklands, George Anomeritis, lýsti því yfir að hér væri
einungis á ferðinni skammtímalausn á málum (það skal engan
undra) en framtíð grískra sjómanna væri eitl stærsta verkefni
sem biði ráðuneytis hans á næstu mánuðum og árurn. Viða
um heim hafa menn hlegið að þessum úrræðunt Grikkjanna og
hafa skopmyndateiknarnar farið víðan völl í þeim efnum þar
sem fjörgamlir og farlama rnenn eru á stjórnpöllum skipa fram-
úðarinnar. Hvað gera þeir þegar þessir gömlu verða kornnir
undir græna? Ætli þeim hafi nokkuð dottið í hug að þetta
tengdisl hugsanlega launum manna?
Rýmkun fyrir útgerðir
Þrátt fyrir erfiðleika á að fá yfirmenn á gríska kaupskipaflot-
ann þá eru stjórnvöld þar í landi að gera mönnum auðveldar
fyrir að reka skip undir þarlendunt fána og einnig að gera flot-
ann samkeppnishæfan við aðra EBE flota. Tonnaskattur á þar-
knd skip var lækkaður um 70% og var það mun meira en út-
gerðir höfðu vonast til að fá. Þá var og samþykkt að lækka
tekjuskatt yfirmanna niður í 6% og undirmanna niður i 3%. Til
að átta sig á hvaða þýðingu þetla hafði lýsti skipamálaráðherran
bví yfir að 15 ára skip 18 þúsund tonn að stærð hefði greitt í ár-
legan tonnaskatt 41 þúsund dollara en eftir lækkunina fór þessi
[ala niður í 12 þúsund dollara. Bætti hann við að vel kæmi til
greina að gera enn frekari lækkanir á gjöldum til skipa jafnvel
þótt það gæti stofnað siglingafánanum í þá hættu að faíla undir
þægindafána. Á síðasta ári bættust 57 skip í flota þeirra samtals
2,3 milljónir tonna og er þetta ntesta stækkun flotans til ntargra
ára. Gríski skipastóllinn (skip yfir 100 BT) er nú 1959 skip,
samtals 29 milljónir tonna.
Netið kemur að notum
Netið er stöðugt að koma að notum við að kanna hver séu
réttindi sjómanna. Nú hefur Fillippínska þjálfunarráð sjó-
manna (MTC) komið upp skrá á Netinu yfir alla þarlenda sjó-
rnenn á slóðinni http://www.mtc.gov.ph. í skránni á að vera
hægt að finna alla þá stýrimenn og vélstjóra sem hafa skírteini
samkvæmt STCW samþykktinni frá 1995. Einnig undirmenn
sem hafa vaktskírteini sem og loftskeytamenn sem hafa skírteini
samkvæmt samþykktinni. Siðan í janúar 2001 hafa verið end-
urútgefin yfir 118 þúsund atvinnuskírteini frá STCW 1978 og í
1995 samþykktina en það er meira en helmingur þeirra 200
þúsund fillippeyskra sjómanna sem eru starfandi á sjó. Að sögn
formanns MTC þá á landið að geta með þessum fjölda sjó-
manna uppfyllt þarfir á mönnun skipa undir erlendum fánum.
Fór heldur langt
í höfninni i Shanghai varð heldur betur kaos á ferðinni þegar
panamískt ekjuskip, Sea Baron, var að fara úr höfninni þann 8.
febrúar s.l. Eftir að vélar skipsins voru settar á ferð áfrarn virt-
ist sem að bilun hefði orðið í stýrisbúnaði þess með þeim afleið-
ingum að það lenti á öðru flutningaskipi, United Star, sem lá
við bryggju ekki langt frá. Ekki stoppaði skipið þó þar því það
lenti síðan inn í hópi 40 pramma sem lentu síðan hver á öðrum
líkt og að um dontino kubba hafi verið að ræða. Sjö nianns
slösuðust og einn pramminn skemmdist það rnikið að hann var
talinn ónýtur. Það hafa verið margar svitaperlur sem runnu
niður andlit manna í brúnni á Sea Baron þegar herlegheitin
dundu yfir og þær urðu fleiri hjá útgerðinni sem varð að greiða
200 þúsund dollara tryggingu til að skipið gæti haldið ferð
sinni áfram.
Lélegur kostur
Árlega er fjöldi skipa kyrrsettur í Bretlandi í kjölfar skoðunar
hafnarríkiseftirlits þar í landi. Ástæður geta verið margvíslegar
en oftast er um að ræða slæmt ástand á skipi, vanmönnun eða
aðbúnaði áhafnar. Af þeim 16 skipurn sent kyrrsett voru í síð-
asta mánuði var eitt þeirra, Fantom, sem er 42 þúsund tonn að
stærð skráð í Grikklandi. Það var reyndar ekki aldur yfirmanna
sem var vandamálið heldur kom í ljós að skipið, er var rnannað
22 skipverjum og var að fara í þriggja vikna ferð, hafði mjög
litlar matarbirgðir. Það litla sem unt borð var, var einnig rneira
eða minna skemmt. Þá þótti Bretunum fæðið vera heldur ein-
hæft þar sem birgðir skipsins samanstóðu einungis af nauta-
kjöti, kjúkklingum, kartöflum, lauk og brauði. Þá var eldhúsið
mjög óhreint og kakkalakkar á hverju strái. Skipinu var leyft
að sigla eftir að frekari matabirgðir höfðu verið keyptar.
Sofnaði við stjórnvölinn
Ákæruvaldið í Frakklandi hefur farið fram á lágmark sex
rnánaða fangelsi yfir rússneska yfirstýrimanninum Chernyshov
auk 15 þúsund evru sekt eftir að hann hafði sofna á vaktinni. í
brúnni á gámaskipinu Melbridge Bilbao var svokallaður dauðs-
mannshnappur sent stýrimaðurinn þurfti að ýta á og staðfesta
að hann væri vakandi (eða lifandi) á 12 mínútna fresti en
hnappurinn hafði farið í taugarnar á honum þannig að hann
einfaldlega slökkti á kerfinu með fyrrgreinduin afleiðingum.
Sjómannablaðið Víkingur - 45