Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 46
Tveimur tímum fyrir strandið reyndi franska strandgæslan ít- rekað að ná sambandi við skipið en án árangurs þar sem stýri- maðurinn var steinsofandi. Skipið Melbridge Bilbao er okkur íslendingum vel kunnugt en þetta var síðasta skip Eimskipafé- lagsins undir íslenskum fána, selt úr landi árið 2000, og hét þá Brúarfoss. LASH skip eru brátt aðeins hluti af sagnjræðinni. en brotajárnsverð fáist fyrir þau. Ekki mun koma til að fleiri slík skip muni verða smíðuð þar sem slíkt svarar ekki kostnaði. Kemur aftur upp All sérstök staða er komin upp varðandi skip sem sökk fyrir sex árurn síðan í Tælandi. Um var að ræða gasflutningaskip sem sökk í Tælandsflóa og var það fulllestað. Síðar fór að bera á gasleka frá skipinu og nú er svo komið að sökum lekans þá hefur flak skipsins létst það mikið að nú stendur stafn skipsins þrjá metra upp fyrir yfirborð sjávar. Tælenski sjóherinn hefur aðvarað skip að koma ekki nærri þar sem gasið er mjög eldfimt. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur verið ákveðið að tælenski sjó- herinn eigi að skjóta á flakið, sem rekur fram og til baka, og freista þess að það sprigni í loft upp og sökkvi þar með endan- lega.. Risa gripaflutningaskip Stærsta gripaflutningaskip heimsins, Rodolfo Mata, í um þess- ar mundir i jómfrúarferð sinni til Jedda. Skipið getur ílutt 135 þúsund kindur eða 26 þúsund nautgripi. Skipið, sem áður var gámaskipið Ming Universe og gat flutt 1984 gámaeiningar, var breytt fyrir 50 miljónir dollara. Um borð er 85 rnanna áhöfn sem samanstendur af breskum yfirmönnumog pakistönskum undirmönnum. Skipategund að hverfa Snemma á sjöunda áratugnum ruddu sér rúms skipategund sem kölluð var LASH skip (Lighter Aboard Ship) en þetta var skipategund sem ekki lestaði gáma heldur pramma. Farmar i skipin komu víða að og þetta þótti sérstaklega hentugt þegar flutningurinn var að koma langt innan úr landi. Þá voru prammar dregnir á fljótum og síðan lestuðu LASH skipin þá í söfnunarhöfnum og fluttu yfir Atlantshafið eða þá milli hafna og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem þessi skipategund náði mestum vinsældum. Nú eru dagar þessa skipa um það bil að verða taldir en einungis þrjú slík skip eru enn i í siglingum. Þau hafa öll verið sett á sölu og er ekki gert ráð fyrir að meira FLJÓTANDI ÍS-GEL Aukiö geymsluþol og hráefnisverðmæti Mikil vinnuhagræðing Lægri rekstrarkostnaður Traustur búnaóur Bjarta frarntíð sjómenn og tagerðarrne STG ISVELAR Sími 5876005 Fax 5876004 www.st Þrælaskip ITF berst nú við að koma sjómönnum á fyrrum skemmti- ferðaskipinu Green Coast til aðstoðar en skipið liggur við akk- eri fyrir utan höfnina í Luanda í Angóla. Verið er að breyta skip- inu í fljótandi hótel þar sem það liggur. Áhöfnin hefur haldið því fram að henni sé haldið nauðri um borð og að með skip- verja sé farið sem þræla. Þá hafa þeir ekki fengið laun í heilt ár. Ofbeldi og hótanir um að þeim verði kastað fyrir borð eru dag- skipanirnar þar um borð. ITF fær ekki að koma um borð í skipið en eigandi þess er um borð í því og hefur þarlend stjórn- völd í vasanum. Aðeins hefur verið hægt að hafa samband við skipverja bréfleiðis. Hryðjuverkaútgerð Við eftirgrenslan vestrænna ríkja hefur komið í ljós að 20 skip í rekstri tengjast samtökum Osama Bin Ladens, al Qa’ada. Öll eru skipin skráð á þægindafánum og eru flest þeirra undir fánum Panama og Líberíu. í ljós hefur einnig komið að Banda- ríkjamenn hafa að minnsta kosti framkvæmt skoðun á einu skipa samtakanna áður en hryðjuverkin voru framin í septem- ber s.l. Norski fallbyssubáturinn KNM Jo endaði upp á skeri eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Skipherran var svo upptekinn afbeinni útsend- ingufrá vetrarólympíuleikunum að klettinn sá hann ekki fyrir fagnað- arlátunum þegar gullféll í hlut Norðmanna. Þeir hafa líklegast verið að kyrja “Heia Norge” í brúnni þegar hannflaug upp. 46 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.