Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Side 52
Þjónustusíður Umbúðadeild SH Allt á einum stao á góðu verðí Einar Már Guðmundsson Umbúðadeild SH, hef- ur um árabil verið leið- andi í sölu umbúða og rekstrarvara til sjávarút- vegsfyrirtækja á íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa sex manns sem hafa samanlagða starfsreynslu hjá SH upp á 63 ár Meðal þess sem deildin býður upp á eru ytri kassar, öskjur, plastpokar, hnífar, sjófatn- aður ofl. í dag eru í viðskiptum við umbúða- deildina 54 frystihús, 19 íslenskir frysti- togarar og 26 erlendir frystitogarar. Nokkur þessara skipa landa einungis er- lendis, í Noregi, Kanada og í Busan í Kóreu og eru umbúðir þá ýmist sendar að utan eða frá íslandi. Fyrir nokkrum árum var rekstur deild- arinnar tekinn til endurskoðunar og upp úr því urðu nokkrar breytingar, sem hafa Sýnishom af nokkrum vörum umbúðadeHdar SH skilað fyrirtækinu ánægðari viðskiptavin- um. Umbúðadeildin hætti eigin lager- haldi og fór að kaupa þá þjónustu af öðr- um aðila. Með því að gera lagerhaldið að breytilegum kostnaði tókst að lækka þann kostnað umtalsvert, sem hefur skil- að sér beint til viðskiptavina í lægra vöruverði. Á undanförnum árum hefur áherslan á þjónustuna aukist. Viðskiptamenn um- búðadeildarinnar vilja liggja með sem minnstan lager, en taka vörur þess í stað oftar. Þá er mikilvægt að rétt vara berist á réttum tíma. Er þetta sérstaklega mik- ilvægt þegar verið er að afhenda umbúðir um borð í skipin, en það segir sig sjálft að þar þarf að vanda til verka, þar sem erfitt er að bæta fyrir mistök þegar skipin eru komin út á sjó. “Það er mikil samkeppni í þessari grein og þar eru góð þjónusta og gæði á góðu verði okkar sterkasta vopn”, segir Einar Már Guðmundsson, deildarstjóri umbúðadeildar SH. ■ Landsbankinn Landsbréf 52 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.