Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Page 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Page 55
Skýrsla dr. Tuma Tómassonar forstöðumanns Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna Fagleg gagnrýni á stojnmat og veiðiráðgjöf Hafrannóknastofnimariimar Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra fól á síðasta ári dr. Tuma Tómassyni að kanna hvaða vísindalegur/faglegur grundvöllur sé fyrir gagnrýni þeirri sem fram hefur komið á störf Hafrannsóknastofnunar- innar. Ráðherra hefur nú gert skýrsluna opinbera og í heim- ildaskrá Tuma með skýrslunni kemur fram að hann hefur haft samband við marga þá sem sem hafa verið áberandi í umræð- unni um Hafrannsóknastofnun- ina og leitað greina í dagblöð- úm og tímaritum, þar á meðal Víkingnum, allt aftur til ársins 1975. Einnig ræddi hann sér- staklega við nokkra sérfræðinga innan Hafrannsóknastofnunar- innar um þessa úttekt. Hér á eftir fer meginhluti skýrslu Tuma Tómassonar. Inngangur Allt frá þvl íslendingar fengu 200 Wílna landhelgi og þar með möguleika til að ráða mestu um nýtingu helstu nytja- stofna umhverfis landið, hefur verið deilt urn nýtingarstefnu og ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunarinnar. Framan af var oft yikið frá tillögum um hámarksafla, en á undanförnum árum eða allt frá 1994, hefur henni í öllum aðalatriðum verið fylgt hvað flestar tegundir varðar. Porsk- Urinn er lang mikilvægasti nytjastofninn °g þvi var það áfall þegar stofnunin kynnti ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2000-2001 þar sem þvert á væntingar 'Uanna var lagður til nokkur samdráttur í veiðunum, en fram að þeim tíma virtist horfa vel til um uppbyggingu þorsk- stofnsins. Ekki urðu viðbrögð manna uunni í byrjun sumars 2001 þegar stofn- unin kynnti tillögur sínar fyrir yfirstand- andi fiskveiðiár. Komst hún þar að þeirri niðurstöðu að samkvæmt þeirri aflareglu sem gilt hafði frá 1994-99 væri ekki ráð- legt að veiða meira en 150-160 þús. tonn af þorski. Viðbrögð í samfélaginu urðu bæði fyrirsjáanleg og harkaleg. Fram kom óvægin gagnrýni á störf Hafrann- sókna-stofnunarinnar og uppi voru full- yrðingar um að eitthvað væri bogið við starfsemi hennar og full þörf væri á að skoða hana nánar. Til að mæta þessari gagnrýni ákvað sjávarútvegsráðherra að efna til opinnar urnræðu uin starfsemi stofnunarinnar, m.a. með því að fara fram á nánari skýr- ingar á ráðgjöf stofnunarinnar, láta fara fram óháða úttekt á starfsaðferðum stofnunarinnar og láta gera samantekt á framkominni gagnrýni og meta faglegan grundvöll hennar. Þá var heitið þvi að efnt yrði til fyrirspurnarþings eða „public hearing” með haustinu. Sú samantekt og greining sem hér er sett fram var kynnt á þinginu sem haldið var dagana 16.-17. nóvember 2001. Gagnrýnin umfjöllun er mikilvægur þáttur í allri vísindalegri starfsemi. í vís- indum er stuðst við gögn, en eftir því sem þekkingin eykst er hún sett í kerfi sem gerir kleift, með flokkun, greiningu og samanburði, að leggja mat á hvernig skuli staðið að rannsóknum og meta nið- urstöður þeirra. Oftar en ekki er þá um fleiri en eina leið að velja og túlkun á niðurstöðum getur því verið mjög mis- munandi. Stundum eru tvær eða fleiri megináherslur í túlkun og er þá stundum talað um mismunandi „skóla”. Vísinda- leg gagnrýni á sér þvi ekki síður stoð í gögnum, greiningu þeirra og túlkun á niðurstöðum heldur en þær rannsóknir sem gagnrýnin beinist að. Eðli málsins samkvæmt er það því þannig með gagn- rýnina, rétt eins og þá rannsókn sem gagnrýnin beinist að, að hún verður að byggjast á þekkingarkerfi og gögnum, greiningu og túlkun, og óvissan eykst eftir því sem við fikrum okkur eftir ferl- inum frá gögnum til túlkunar og álykt- ana. Tafla 1. Flokkun umfjöllunar um stofnamat og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnun- arinnar. Flokkunin er byggð á því hvort umfjöllunin eigi sér rætur innan stofnunar- innar (innri) eða utan hennar (ytri) og hverjum hún er ætluð - sérfræðingum stofnun- arinnar (innri) eða aðilum utan hennar (ytri). Framsett af innri aðilum Framsetl af ytri aðilum Ætluð Innri-innri: Ytri-innri: innri Umræða innan Fagleg gagnrýni ýmissa aðila utan aðilum Hafrannsóknastofnunarinnar. Stuðst við hana í þessari úttekt. Hafrannsóknastofnunarinnar, sem einkum er beint til sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar. Umbeðin eða óumbeðin. Ætluð Innri-ytri: Ytri-ytri: ytri Sérfræðingar Hafrannsókna- Oft ýmsir hagsmunaðilar sem reyna aðilunt stofnunarinnar sem t.d. eru að kynna óvissu stofnmats og ýmis álitaefni sem þarf að rannsaka frekar, sbr. þá kynningarfundi sem Hafrannsóknastofnunin stóð fyrir haustið 2001. t.d. að hafa áhrif á löggjafann eða stjórnsýsluna. Pólitísk umræða, vitnar oft til framkominnar vísindalegrar gagnrýni en leggur ekkert til hennar. Sjómannablaðið Víkingur - 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.