Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 60
rök sem hníga að því að mikilvægt sé að
vernda kynþroska hluta stofna langlífra
tegunda en að minnka hrygningarstofn-
inn. Þessi rök snerta þó ekki endilega
mikilvægi stórra fiska fyrir hrygningu og
nýliðun, enda eru algengustu viðbrögð
langlífra tegunda i ferskvatni við mikilli
veiði á stærri fiski þau að nýliðun eykst
til muna. Þau snerta meira viðbrögð
stofna við veiðum og mikilvægi stærðar
einstaklings m.t.t. hvaða fæðuhluta vist-
kerfisins hann getur nýtt sér til vaxtar og
viðgagns. Þessum rökum verða gerð skil
undir næsta lið.
Áhrif stofngerðar á afrakstur
Stjórnun veiða í ferskvatni miðast oft
við aðra þætti en að ná hámarksnýtingu.
Þar sem sportveiðar eru helsta nýtingar-
formið er t.d. mikilvægara að eiga von
um að veiða stóran fisk fremur en að
veiða mikinn fjölda. í öðrum tilfellum er
helsta markmið veiðistjórnunar að hafa
áhrif á vistkerfið í heild og þá helst til að
koma í veg fyrir mikinn þörungablóma.
Þetta hefur orðið til þess að veiðistjórn-
un í vötnum hefur oftar vistfræðilega
nálgun og þá er stuðst við s.k. „top-
down” hugmyndafræði, þ.e. að viðgang
mismunandi þrepa í fæðupíramídanum
megi skýra með því sem gerist á þrepinu
fyrir ofan. Á sama tíma má segja að þau
líkön sem stuðst er við í veiðiráðgjöf í
sjávarveiðum einblíni meir á einstakar
tegundir eða stofna, og þar er litið svo á
að það séu fremur neðri þrep píramídans
sem hafi áhrif á viðgang þrepana fyrir
ofan, eða s.k. „bottom-up”.
Sjónarmið Hafrannsóknastofnunarinnar:
Það hefur ávallt verið stefna Hafrann-
sóknastofnunarinnar að umfram allt beri
að vernda ókynþroska fisk, því vaxtar-
aukning milli ára sé svo mikil á þessum
tíma, 70-80% frá 3-4 ára, 40% frá 4-5 ára
og minna fyrir eldri fisk. Hófleg nýting
kynþroska fisks á síðan að tryggja viðun-
andi stærð hrygningarstofnsins. Þegar
kemur að stofnmati og veiðiráðgjöf er
hinsvegar aldrei minnst á mikilvægi
stærðarsamsetningar stofnsins, hvorki
fyrir nýliðun né afrakstursgetu stofnsins.
Til að þessi rök standist verður að gera
ráð fyrir lágri náttúrulegri dánartölu og
að vöxtur einstaklinga sé óháður stærð-
arsamsetningu stofnsins. Þetta eru
reyndar þær forsendur sem Hafrann-
sóknastofnunin gefur sér, náttúrulega
dánartölu sem er 18% á ári og vöxt sem
miðast við að sá þorskur sem er lifandi í
dag hafi sömu forsendur til að ná ákveð-
inni stærð eftir tiltekinn árafjölda og
núlifandi eldri þorskar. Vöxtur miðast
því ekki við neitt ákveðið vaxtarlíkan
heldur við beinar athuganir á meðal-
þyngd einstaklinga í hverjum árgangi.
Sjónarmið gagnrýnenda:
Síðastliðinn áratug eða svo hefur gagn-
rýnin í auknum mæli fjallað um þær
hættur sem kunni að felast í mikilli sókn
í stærsta fiskinn. Aldurs- og stærðar-
dreifing stofnsins sé ört að breytast og af-
leiðingarnar séu slæmar, nýliðun verði ó-
tryggari, kynþroskastærð minnki, það
geti dregið úr vexti og heildarafraksturs-
geta stofnsins minnki. í Viðauka 4 er
reynt að gera grein fyrir mikilvægi stærð-
ardreifingar stofns fyrir möguleika hans
til að nýta þá möguleika sem vistkerfið
býður upp á til vaxtar stofninum. Þar er
einnig kynnt hvernig fræðin hafa þróast í
ferskvatni, og reyndar stuðst við nokkur
dæmi úr sjó, þótt það skuli tekið fram að
þau eru ekki mörg.
Það sem að mínu mati styður þessa
gagnrýni eru þær breytingar sem hafa
orðið í kynþroskastærð ýsu og þorsks við
ísland, sem hefur minnkað mjög á und-
anförnum áratugum. Samkvæmt tölum
Hafrannsóknastofnunarinnar hefur kyn-
þroskaaldur ýsunnar, þ.e. sá aldur þar
sem 50% stofnsins nær kynþroska, lækk-
að úr um 5 árum í upphafi níunda ára-
tugarins í 3-4 ár nú, um tuttugu árum
siðar (Hafrannsóknastofnunin 2001b).
Þetta bendir til að dregið hafi úr vexti
einnig, enda er líklegt að kynþroski sé
bein afleiðing af möguleikum einstak-
lingsins til vaxtar (Beverton 1992).
Sama þróun hefur átt sér stað í þorsk-
stofninum þar sem kynþroskaaldur hefur
lækkað úr unr níu árum fyrir 1960 Qón
Jónsson 1960) í sjö ár 1981, sex ár 1985,
fimm ár 1992 og virðist enn fara lækk-
andi (Hafrannsóknastofnunin 2001b).
Hliðstæð þróun hefur átt sér stað í öðr-
um þorskstofnum Qörgensen 1990).
Minnkandi kynþroskastærð þorsks og
ýsu við Island ýtir enn undir þær áhyggj-
ur sem ýmsir, jafnt innan Hafrannsókna-
stofnunarinnar sem utan, hafa af þróun
stærðarsamsetningar þessara tegunda.
Miðað við þær forsendur sem raktar hafa
verið hér að framan má vel hugsa sér að
þessi þróun endurspegli minnkandi af-
rakstursgetu stofnanna og að hana megi
að minnsta kosti að hluta til rekja til nýt-
ingarstefnunnar þar sem dregið er úr
sókn í smáfisk á kostnað aukins veiðiá-
lags á stærri fisk. Þetta hefur reyndar
einnig orðið til þess að umræða hefur
orðið um hvort með veiðunum sé verið
að breyta erfðaeiginleikum stofnsins þar
sem hægvaxta fiskur sé undir minna
veiðiálagi en hraðvaxta fiskur.
Aðskildir stofnar
Stofnahugtakið er eitt af grundvallar-
hugtökum fiskifræðinnar (Cushing
1981).
Stofn er skilgreindur sem hluti tegund-
ar sem er tiltölulega einangraður í tímg-
unarlegu tilliti. Þannig eru erfðaeigin-
leikar eins stofns frábrugðnir öðrum.
Stofnahugtakið hefur verið þekkt lengi
og farið var að taka tillit til þess í nýt-
ingu ýmissa tegunda, t.d. margra laxateg-
unda, fyrir um 30 árum (Simon og Lark-
in 1972). Á undanförnum árum hefur af
og til komið upp umræða um hvort þetta
ætti við um þorskinn umhverfis landið.
Þessi umræða hefur i seinni tíð ekki síst
verið á dagskrá innan Hafrannsókna-
stofnunarinnar enda hafa bæði merking-
ar og klakrannsóknir styrkt mjög hug-
myndir manna um að svo geti verið.
Sjónarmið Hafrannsóknastofnunarinnar:
Veiðiráðgjöf fyrir þorsk og reyndar
ílestar mikilvægustu nytjategundir okkar
byggjast á því að einungis sé um einn
stofn að ræða í hverju tilviki. Hvað
þorskinn varðar þá telja þeir sem vinna
að stofnmati og veiðiráðgjöf að þótt
þorskur hrygni víða í kringum landið, þá
sé mesta hrygningin fyrir Suðvesturlandi
og að stórir árgangar komist upp þegar
hrygning við SV land tekst vel. Því sé
réttlætanlegt að meta þorsk við ísland út
Skoðun og viðgerðir
gúmmíbáta
Einnig skoöun og viðgerð bjargbúninga
Gúmmíbátaþjónustan
Eyjaslóð 9, Örfirisey sími 551: 4010 Fax: 562 4010
60 - Sjómannablaðið Víkingur