Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Side 10
Ljósmyndakeppni sjómanna 2006 — shilafrestur til áramóta — Nú efnir Sjómannablaðið Víkingur í fimmta sinn til hinnar árlegu ljósmyndakeppni sjómanna. Að venju munu síðan 15 bestu myndirnar, að mati dómnefndar, fara í nor- rænu ljósmyndakeppnina. Mjög góð þátttaka var 1 síðustu keppni. Þorgeir Baldursson, háseti á Sólbaki EA, hreppti fyrstu verðlaun fyrir mynd sína af Núpi á strandstað í Patreksfirði. Þorgeir er iðinn ljósmyndari og í vöku lætur hann vélina aldrei úr augsýn. Önnur verðlaun hreppti Víðir Benediktsson, þáverandi skipstjóri á Kaldbak EA, en eins og alþjóð veit hafa miklir sviptivindar leikið um þetta gamla óskabarn Akureyringa og hafa akureyrsk- ir sjómenn fengið að súpa seyðið af því. Meðal annars Víðir en Kaldbak, þessu farsæla aflaskipi, hefur nú verið lagt og Víðir er kominn í land, að minnsta kosti í bili. Örþreyttur smyrillinn, sem Víðir myndaði og dómnefndin féll fyrir, gerði það líka gott í hinni norrænu ljósmynda- keppni sjómanna, þar sem hann flaug beint í fjórða sætið. Okkar góðkunni bryti á Ægi, Jón Kr. Friðgeirsson, náði svo þriðja sætinu með seiðmagnaðri mynd af tungli og skýjafari. „Ég var að horfa út um þakgluggann heima og sá þá þetta sérkennilega sjónar- spil,“ segir Jón Kr. en honum er farið likt og hinum tveimur að vilja helst ekki láta myndavélina vera sér mjög fjarri. En sem sagt, nú er komið að ykkur, sjómenn góðir, að láta ljós ykkar skína. Reglur keppninnar eru einfaldar. Það eina sem þarf til er að viðkomandi hafi verið í skiprúmi á síðustu árum og nægir ein ferð til að öðlast þátttökurétt. Myndirnar þurfa ekki að vera teknar um borð í skipum eða við sjóinn heldur eru allar myndir gjaldgengar, líka frá fyrri árum og geta menn því kafað í ljós- myndasafnið sitt eftir efnilegum mynd- um. Senda má inn myndir í hvaða formi sem er, á pappír, sem litskyggnu eða á stafrænu formi. Farið er fram á að staf- Þorgeir Baldursson sáfram á bjarta tíma við að skoða Þjóðsögur Jóns Árnasonar en það var Eddan sem gaf verðlaun að þessu sinni. Viðir Benediktsson hampar kampakátur hinni stórglæsilegu bók, íslenskir fiskar, sem hann hlaut fyrirframmistöðu sína i Ljósmyndakeppninni. rænar myndir séu sendar á geisladiski í mestu gæðum. Ákjósanleg stærð mynda er 20x30 sem er þó ekki skilyrði. Aliar ljósmyndir skulu merktar ljós- myndara sem láti stutta lýsingu fylgja hverri mynd þar sem henni er gefið nafn og tíundað hvar og hvenær tekin. Hverjum ljósmyndara er heimilt að senda inn 15 myndir. Veitt eru þrenn innlend verðlaun en eins og fyrr segir fara 15 bestu niyndir innlendu keppn- innar áfram í Norðurlandakeppnina sem fram fer í Finnlandi í byrjun febrúar. í Norðurlandakeppninni eru síðan veitt verðlaun fyrir fimm efstu sæti keppninn- ar. Hægt er að skoða vinningsmyndir Norðurlandakeppninnar allt frá árinu 1999 á heimasíðunni: http://www.seatime.se/nord-foto.html. Nú er lag að leggjast undir feld og skoða myndasafnið. Netjið myndirnar á; iceship@hn.is Eða póstið til: Hilmar Snorrason Slysavarnaskóli sjómanna Skógarhlíð 14 IS-105 Reykjavík Sjómannablaðið Vikingur áskilur sér rétt til að birta, án endurgjalds, hverja þá mynd sem send er inn í keppnina. Sama á við um birtingu rnynda sem valdar verða í norrænu keppnina en þau nor- rænu sjómannablöð sem að keppninni standa áskilja sér einnig rétt til að birta myndirnar án endurgjalds. » y„Jí. Jón Kr. Friðgeirsson var afar glaður með verðlaun.sín sem voru Ijósmyndabók Ragnars Axelssonar. „Hann hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér sem Ijósmyndari," sagði Jón. 10 - Sjómannablaðið Vikingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.