Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Blaðsíða 20
Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri Hvað er DAS? Framundan er væntanleg kynning á nýju merki fyrir Sjómannadagsráð sem fyrirtæki á þess vegum munu nota í framtíðinni. Margir ungir sjó- menn spyrja eflaust; Hvað er DAS? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við að ungir sjómenn hafa litla hug- mynd um hvað DAS stendur fyrir. Þessu til sönnunar er nýlegt dæmi um ungan nemanda sem óskaði eftir styrktarauglýs- ingu í nemendablað á vegum sjómanna- skóla. Aðspurður gat hann ekki svarað þeirri einföldu spurningu að mér fannst, hvað DAS stæði fyrir. Annað dæmi var á Sjómannadaginn í fyrra. Þar var Mustang til sýnis inn við Broadway á hátíð Sjómannadagsins. Að því tilefni var starfsfólk þar að selja happ- drættismiða í andyrinu. Ótrúlegt en satt, margir höfðu ekki hugmynd um hvað DAS stæði fyrir og voru frekar undrandi á hvað Happdrætti DAS væri yfirleitt að gera þarna. Því rennur mér blóðið til skyldunnar og vil ég upplýsa sjómenn um hvað DAS stendur fyrir. DAS er skammstöfun á dvalarheimili aldraðra sjómanna og er samnefnari yfir þá starfsemi sem Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar stendur fyrir. Þar á meðal er Happdrætti DAS, Hrafnista DAS í Reykjavík og Hrafnista DAS í Hafnarfirði auk reksturs hjúkrunar- heimilanna að Vífilstöðum og Viðinesi. Auk þess annast samtökin rekstur þjónustumiðstöðvar að Hraunborgum í Grimsnesi. Laugarásbíó er einnig á vegum þessara samtaka en það hefur þó aldrei svo ég viti til verið nefnt DAS Laugarásbíó. Rekstur Laugarásbíó hefur verið leigður út og skapað samtökunum leigutekjur. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar var upphaflega stofnað af sjómönnum árið 1937 með það að mark- miði að halda árlega upp á Sjómannadaginn með pomp og prakt og til að safna fé til að reisa minnisvarða um drukknaða sjómenn. Sama ár kom upp sú hugmynd að vinna jafnframt að öðrum og stærri verk- efnum. Hafist var handa við að byggja vistheimili fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Það voru upphaflega 10 stéttarfélög sjó- manna og sjómannfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði sem voru stofnaðilar að sjó- mannadagssamtökunum. Hafist var handa við byggingu í Laugarási árið 1953 og árið 1957 var dvalarheimilið skírt Hrafnista. Fljótlega á byggingartímanum fór fjárskortur að hamla framkvæmdum og þá kom upp sú hugmynd að stofna til happdrættis. Miðasala hófst á Sjómannadaginn 1954 og fyrsti útdráttur í Happdrætti dvalar- heimilis aldraða sjómanna var 3. júlí 1954. Svo vel tókst til við sölu miða að Happdrætti DAS stóð að mestu undir öllum framkvæmdum við Hrafnistu í Reykjavík og síðar Laugarásbíó. Árið 1963 var lögum um Happdrætti DAS breytt og 40% af hagnaðinum varið til uppbyggingar dvalarheimila um land allt í heil 25 ár eða þar til hagnaðurinn hafði dregist saman enda þá nýbúið að stofna nýtt happdrætti undir heitinu Lottó til stuðnings íþróttahreyfingunni, skátum og Sjálfsbjörg. Happdrætti DAS var þá búið að leggja hátt í hálfan milljarð á núvirði í uppbygg- ingu dvalarheimila aldraðra úti á landi. Ég fullyrði að þessi áfornt sjómannafélaganna og sú sam- félagslega ábyrgð sem þau sýndu með þessum bygg- ingaáformum er einstök í heiminum. Sú framtíðarsýn sem þarna var sköpuð hefur stjórn Sjómannadagsráðs haft að leiðarljósi. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hefur áLt í viðræðum um frek- ari uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila auk þjón- ustuíbúða fyrir aldraða og mun halda áfram því mark- miði sem upphaflega var sett á sínum tíma. Enda þörfin brýn. Sjómenn geta lagt þessu framtaki lið með því að eiga miða í Happdrætti DAS. Þrátt fyrir harðnandi sam- keppni á happdrættismark- aðnum hefur Happdrætti DAS skilað sjómannasamtökunum umtalsverðum tekjum og í raun verið fjárhagslegur bak- hjarl í þeirri uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila sem Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hefur staðið fyrir. Á núvirði er þessi upphæð komin í á þriðja milljarð króna. Það má því ljóst vera hve gríðarleg lyftistöng Happdrætti DAS var fyrir alla þessa uppbyggingu. Til að svo megi verða áfram er brýnt að sjómenn styðji við bakið á sínu happ- drætti. Happdrætti DAS dregur vikulega og happdrættismiðinn kostar aðeins 1.000 krónur á mánuði og því kostar þátttaka í hverjum útdrætti aðeins 230 krónur. Hægt er að tvöfalda vinningsupphæð- ina með því að kaupa tvöfaldan miða. Þá eru aðalvinningar ýmist 4 milljónir, 6 milljónir eða Hummer + 5 milljónir í skottinu. Lægstu vinningar þá 14.000 krónur. Sjómenn! Tökum höndum saman og styðjum Happdrætti DAS og búum öldr- uðum áhyggjulaust ævikvöld. Þeir fiska sem róa. Hrafnista i Reykjavík og Laugarásbíó fyrír miðri mynd. Hrafnista DAS í Hafnarfirði. 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.