Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Qupperneq 22
Landhelgisgœslan 80 ára „Nú, þetta eru þá endalokinu Úr viðtali Valgeirs Sigurðssonar við Elías Sveinbjörn Sveinbjörnsson aður er nefndur Elías Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hann starfaði um árabil á skip- um Landhelgisgæzlunnar og komst þá eitt sinn í svo bráðan lífsháska, að honum datt ekki annað í hug en að nú væri síð- asta stund lífs hans runnin upp. En “ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið”, segir máltækið, og Elías var vissulega ekki feigur. Fljótlega eftir að ég byrjaði á Ægi upp- hófst þorskastríðið fræga -um fimmtíu mílurnar- og það er tími sem ég hefði ekki viljað missa af. Þetta var spennandi líf og oft mikið um að vera, og mér fannst það skemmtilegt í aðra röndina. Togvíraklippingarnar voru stórmerkur þáttur í öllu þessu ferli, en hins vegar voru ásiglingarnar annar og alvarlegri hlutur. Það var ekki Bretunum að þakka að þeir drápu okkur ekki í hrönnum, þegar stóreflis bryndrekar sigldu á fullri ferð á margfalt minni skip. Því að þeir höguðu sér gersamlega eins og vitfirring- ar. Það gat verið í meira lagi óþægilegt, ef ekki náðist að hringja út, og maður var sofandi í koju, að vakna við það að ein- hver freigátan hafði siglt í hliðina á skip- inu, og maður hentist fram á gólf. -Að hringja út,..? -Já, þegar ásigling var fyrirsjáanleg, hringdi sá sem var við stjórnina -stýri- maður eða skipstjóri- stórri bjöllu, til merkis um að allir ættu að koma upp á dekk hið skjótasta. En stundum bar þessi illvirki Bretanna svo brátt að, að ekki gafst ráðrúm til neinna viðvarana. -Funduð þið ekki stundum til hræðslu við þessar aðstæður? -Firæðsla er ákaflega eðlilegt mannlegt viðbragð, - aðvörun við hættu. Sá maður sem aldrei verður hræddur er ekki hetja, heldur bjáni. Þó er ég ekki viss um að ég eigi að skilgreina ástand okkar félaganna sem hræðslu, en við vorum spenntir, enda ekki nein smáræðis spenna sem lá í loftinu. Ég veit meira að segja til þess að menn hættu störfum þarna, aðeins vegna þess að þeir þoldu ekki álagið. Slikt var ekki að undra, því að satt að segja, þá þurfti talsvert sterk bein til þess að standa í þessu. En við stóðum allir saman eins og einn maður, og í heild held ég að við höfum staðið okkur með sóma, að ekki sé talað um skipherrann okkar, hann Guðmund heitinn Kjærnested, þann heiðursmann, sem átti virðingu okkar allra og við vildum allt fyrir hann gera. Við vorum allir ákveðnir í því að standa okkur og gera okkar bezta. Og við gerð- um það líka. Við sigruðum Breta! -Það hefur löngum verið sagt, að margt gerist á sjó, og vonandi hefur eitthvað fleira drifið á daga þína en tilraunir til manndrápa? -Já, já, auðvitað gerðist sitt af hverju á þessum árum, og sumt næsta eftirminni- legt. Mér er til dæmis afar minnisstætt gosið í Vestmannaeyjum árið 1973. Við stunduðum mikið fólksflutninga á milli lands og Eyja, og það er tími sem ég gleymi ekki. Ég man t.d. alltaf eftir því, þegar ég fór fyrst í land í Vestmannaeyjum, þá var talsverður tími um liðinn frá því að gosið hófst. Það var ákaflega undarleg tilfinning að vita af því, að einhvers staðar langt undir fótum mér væru yfirgefnir mannabústaðir, - hús, sem voru svo gersamlega í kafi, að hvergi sást móta fyrir þeim. En ég vissi samt, að þau voru þarna! Ég man líka eftir því, þegar við á Ægi vorum að leita, eftir að Sjöstjarnan fórst með allri áhöfn. Að lokum fundum við gúmmíbát, sem stýrimaðurinn hafði komizt í og verið í honum nokkra daga, hafði náð að festa sig svo vel við bátinn, að honum skolaði ekki útbyrðis. En hann var látinn áður en við komum á vettvang. Ég man, að þessi leit fékk mikið á mig, fyrir utan hvað hún var okkur erfið, lík- amlega. Það voru snarvitlaus veður upp á hvern einasta dag, allan tímann sem leitin stóð yfir, og maður stóð þarna tímunum saman og rýndi út á hafið, í gegnum særokið og illviðrið. Þegar við fundum svo loks bátinn með stýrimanninum, þá kom í ljós að hann hafði rekið i talsvert Elías siglir Jrá Tý á gúmmíbát. 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.