Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Side 26
Landhelgisgœslan 80 ára í þorskastríði Úr viðtali Jóns Hjaltasonar við Jón Pál Ásgeirsson - Svo fórstu yfir til Gæslunnar? - Ég var búinn með einn bekk í Stýrimannaskólanum sumarið sem ég var á Gullfossi en 1975 kláraði ég farmanna- prófið og fór þá meira fyrir rælni en annað einn túr á Ægi sem háseti. Svo fór ég annan túr og var þá bátsmaður en í þriðja túrnum var ég stýrimaður sem ég hef verið síðan. Þetta sumar vorum við aðallega að eltast við Þjóðverja. Einn gripum við glóðvolgan á Selvogsbankanum en hann var svo andskoti snöggur að ná inn troll- inu að við náðum ekki að klippa það aftan úr honum. Hann tók svo strikið út fyrir 50 mílurnar og við i humátt á eftir. í Víkurálnum lét hann trollið fara og var þá um 70 mílur frá landi. Við vorum þá ekkert að hika við hlut- ina, renndum út klippunum og klipptum aftan úr honum. Það gekk þó ekki vel. Klippurnar voru lélegar og við vorum búnir að snúa honum alveg við og byrj- aðir að draga hann á eftir okkur þegar togvirarnir fóru loksins í sundur. Ég veit ekki hvert Þjóðverjarnir ætluðu, þeir ærðust og sendu okkur fúlar kveðjur en við vorum búnir að elta þá í tvo sólar- hringa, þetta var því óslitin eftirför og við i fullum rétti að grípa til okkar ráða. Eitthvað fjaðrafok varð út af þessu. Við urðum að koma inn á Þingeyri minnir mig þar sem skipherrann fór í land og hringdi suður. En á þessum árum var það þannig að ef skipherrarnir þurftu að tala eilthvað sem engir aðrir máttu heyra, taka við fyrirmæl- um eða öðru að sunnan, þá varð að fara í land og á sím- stöðina. Á sjónum gátu allir hlustað á talstöðina. Fyrirmælin gátu líka komið á dulkóðuðu morsi en það var aldrei að vita hversu snjallir aðrir voru að ráða dulmálið þannig að það þótti stundum vissara að fara í land að ræða trúnaðarmálin í síma. Loftskeytamennirnir okkar voru lil dæmis ansi glúrnir að ráða dulmálið sem Bretarnir og Þjóðverjarnir not- uðu sín á milli og kannski áttu þeir einhverja slíka einnig, það vissi enginn. Það var reyndar til siðs að fara í land einu sinni eða tvisvar í túr að leyfa mönnum að hringja heim til sín. Við máttum aldrei nota talstöðina í skipinu til að tala lieim en sími var ekki kom- inn á þessum tíma. Það kom þó fyrir að við fengum skilaboð að heiman en það varð þá að vera Stýrimenn á Baldri 1976. Kristján Þ.Jónsson er Ijós yfirlitum, Jón Páll er í miðið og Hálfdan Henrysson lengst til hœgri. Klippt aftan úr breskum togara. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson eitthvað sem skipti máli — þú ert orðinn pabbi, eða eitlhvað í þeim dúr. - Svo byrjaði þorskastríðið, þá hefur allt farið í bál og brand. - Jú, jú, en þó ekki alveg strax. Við byrjuðum að eltast við Þjóðverjana en Bretarnir fengu að vera í friði um sinn. Þetta átli sér þá skýringu að samningur- inn við Breta, vegna útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 50 mílur, rann ekki út fyrr en í nóvember 1975 en útfærslan í 200 míl- urnar tók gildi 15. október það sama ár. En svo hófst stríðið við Bretana líka með tilheyrandi klippingum og ásigling- um. Ég lenti þó aðeins einu sinni i árekstri við togara. Það var á Ægi þetta sama haust. Við vorum að klippa aftan úr einum Bretanum og komum skáhallt framan á hann og fórum í sveig aftur fyrir hann með klippurnar úti. Bretinn rak þá í bakkgír og náði að bakka á okkur bak- borðsmegin, aftan til, þar sem hann lenti á þykkum lista. Það hjálpaði okkur líka 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.