Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Qupperneq 27
að við vorum að beygja fram með togar- anum þannig að höggið varð minna en ella. Það varð engu að síður töluvert og togarinn skemmdist mikið en Ægir hins vegar lítið, rekkverk beyglaðist eitlhvað og losnaði og málning skrapaðist af skip- inu. Rassgatið á togaranum fór hins vegar í klessu og mér er nær að halda að hann hafi verið ónýtur á eftir. Fréttamaðurinn Vilhelm Kristinsson var með okkur og lýsti atburðinum þar sem hann stóð á brúarvængnum og talaði beint inn á segulband. Þetta var síðan spilað í útvarpi og mátti heyra hvernig Vilhelm sér togarann nálgast, svo dettur á dauðaþögn sem er rofin af töluverðum dynki og síðan ægilegum látum, ískri og skrapi, en þá var togarinn að dragast aftur með Ægi. Eftir áramótin, eða í janúar '75, fór ég yfir á Baldur sent er Eldborg núna. Það var töluverður munur á þessurn skipum. Baldur var svo Iipur að það mátti snúa honum á punktinum sem kom sér vel þegar við þurftum að hrista af okkur frei- gáturnar. Ægir var hins vegar mjög svifa- seinn. Það var aðeins eitt stýri á honum og hann tók ansi stóran hring þegar átti að beygja. Á Ægi vorum við lika lengi að koma klippunum í sjóinn, spilið var svo hæg- virkt, en á Baldri fóru þær út á fleygiferð en við notuðum grandaraspilin fyrir klippurnar. - Þú segir að þið hafið klippt aftan úr fjölda togara. Var lítið mál að klippa troll- ið aftan úr Bretunum? - Já, yfirleitt var það. Maður fann svona smáhnykk þegar togvírarnir láku í sund- ur og vírinn í klippunum hoppaði aðeins til. Við náðum yfirleitt að klippa á báða togvírana. Við sveigðum aftur fyrir skipið og þegar fyrri togvírinn fór í sundur vorum við byrjaðir að beygja fram með togaranum og klippan tók þá hinn vírinn eins og ekkert væri. Slundum kom það fyrir á síðutogurun- um að þeir náðu að slá úr blökkinni og voru byrjaðir að hífa inn þegar okkur bar að. Togvírarnir lágu þá strengdir út frá síðu skipsins. Við urðum þá að renna okkur samhliða þeim til að ná vírunum. Þetta gekk þó ekki alltaf snurðulaust fyrir sig. Eitt sinn sem oftar snerum við freigátu af okkur með því að taka stóran sveig frá henni og aftur fyrir hana. Klippunum var rennt út og hægt örlítið á til að leyfa þeim að sökkva. Síðan var alll gefið í botn og keyrt eins og vélarnar þoldu. Klippurnar gripu í togvírinn en þá drapst skyndilega á vélinni. Álagið hafði orðið svo mikið að öryggið á véliani sagði hingað og ekki lengra. Það var óðara sett í gang aftur og á fulla ferð en þá runnu klippurnar upp vírinn, en Bretarnir voru að hífa á fullu, og festust í gálganum og slilu vírinn þar í sundur. Við þetta losnuðu klippurnar, lentu innan á lunningunni og runnu aftur hana og tóku afturvírinn í sundur þegar þær fóru t sjóinn aftur, en tvær flaugar á klippun- um hölðu brotnað af í þessum látum. Bretarnir urðu alveg vitlausir sem var kannski ekki nema von þvl að óneitan- lega var þetta svolítið skuggalegt að sjá. - En hvað með allar ásiglingarnar, þær hafa væntanlega tekið eitthvað á rnann- skapinn? - Jú, blessaður vertu. Þær fengu alveg svakalega á suma. Annars tóku átökin stundum á sig einkennilega mynd. Það kom iðulega fyrir að við fengum skipun úr landi um að láta af öllum klippingum. Þá hafa samningamenn þjóðanna setið á rökstólum og við ekki mátt spilla við- ræðunum. Hlutverk okkar var þá að sigla á milli togaranna, aðvara þá og segja þeim að hífa. Og þeir áttu að hlýða og gerðu það yfirleitt. Þarna var breskt eftir- litsskip sem hafði stjórn á flotanum og var ekkert í því að sigla á okkur. Þaðan komu fyrirmælin og sjómennirnir urðu að hlýða, rétt eins og við. Svo fór allt út um þúfur í landi og fjörið byrjaði aftur, við máttum hefja klippingar og þeir ásigl- ingar. - Var þá einhver áfallahjálp? - Nei, það var ekkert pæll í andlegu hliðinni. Það var ekki fyrr en löngu síðar að áfallahjálpin varð til. Á þessum tíma höfðum við aldrei heyrt minnst á þetta huglak. Eina áfallahjálpin sem við fengum var að eitt sinn, þegar Baldur hafði lent í hörðum átökum og við neyðst lil að sigla inn á Seyðisfjörð til viðgerðar, fengu eig- inkonurnar að koma austur. Við dvöldum í höfn eina þrjá daga í það sinnið en þær komu fljúgandi til Egilsstaða og keyrðu þaðan til Seyðisfjarðar. Ég held þó ekki að frumkvæðið að þessu hafi komið frá Pétri forsljóra en hann hefur ábyggilega þurft að samþykkja hugmyndina. Annars hefði ekkert orðið úr heimsókn eigin- kvennanna. Freigátan Yarmouth fyrir aftan toghlera Baldurs. Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson Togbáturinn Lloydsman og breskur togari, orðinn einni vörpu fátœkari. Ljósm.Jón Páll Ásgeirsson Sjómannablaðið Víkingur - 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.