Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Síða 35
SIFJlýgur yfir Óðinn. SYR á Reykjavíkuflugvelli. Nei, við lentum aldrei á sjónum í björg- unarflugi enda yfirleitt þannig veður að ólendandi var. Við sjólentum heldur ekki þótt við stæðurn togara að ólöglegum veiðurn. Höfðum aðeins loftskeytasam- band við þá og skipuðum þeim að halda lil hafnar. beir hlýddu því nú ekki allir. Eitt sinn stóðum við breskan togara, Cape Cleveland, að ólöglegum veiðum út af Ingólfshöfða. Þetta var um hádegisbil en það átli heldur betur eftir að leygjast úr fluginu hjá okkur í það sinnið. Breski skip- stjórinn var þrárri cn andskotinn og vildi ekki sigla í land. Okkur datt þá í hug að taka driftmælinn, langan og sveran staut sem gekk niður í gegnum botninn á vélinni en var hægt að taka upp, og stinga honum út utn „blisterinn" sem var hannaður til að geyma vélbyssur. Um leið flugum við í lág- llugi meðfram togaranum og sendum skeyti á skipstjórann þar sem við hótuðum því að ef hann léti sig ekki og héldi til næstu hafn- ar þegar í stað þá mætti hann búast við að skotið yrði á skipið. Við sögðum honum hins vegar ekkert hver ætlaði að skjóta. Rétt á eftir svaraði skipstjórinn: Við förum til Norðfjarðar. Hann hefur líklega þekkt Kalalínurnar og vitað að glerhúsin á hliðum þeirra, blisterinn, var sérstaklega hannaður fyrir vélbyssur. Við eltum skipið allan daginn og fram á nótt. Að vísu neyddumst við til að bregða okkur frá í þrjár klukkustundir að ná i eldsneyti á Egilsstaði. Þristur frá Flugfélagi íslands leysti okkur af á meðan. Við lókum síðan aftur til við eft- irförina og fylgdum togaranum inn til Norðfjarðar. Það gekk á með leiðinda- veðri, éljagangi og töluverðu hvassviðri. Togarinn hvarf af og til inn í élið en við flugum í gegn og biðum eftir honum hinum megin. Þegar í land kom og skip- stjórinn áttaði sig á að við höfðum engan radar varð hann ógurlega sár. Við vorum hins vegar með radarhús ofan á vélinni, fyrir radar-loflnet, og honum datt ekki annað í hug en að því fylgdi radar. Hann hefði ekki þurft annað en að breyta stefn- unni inni í einhverjum éljabakkanum og þá hefðum við verið búnir að missa hann. Við lentum hins vegar í hrakningum. Anton Axelsson, sem var flugstjóri í þess- ari ferð, vildi ekki hætta á sjólendingu á Norðfirði enda orðið dimrnt og aldrei að vita nema eitthvað leyndist i sjónum sem gæti skemmt vél- ina. Því var ákveðið að lenda á Egilsstöðum en þar var þá hið versta veður, dimm snjókoma og hvasst. Við gerðum engu að síður aðflug að vellinum en við það hlóðst ís ofan á vængina. Síðan þegar við neyddumst til að hætta við lend- inguna og tókum vélina upp aflur þá hlóðst ísinn neðan á vængina. Ekki var um annað að ræða en að taka stefnuna á Reykjavík en ísinn gerði flugið ákaflega erfitt. Klakabrynjan á vængjun- um dró stórlega út lyftigetu vélarinnar og hraðinn varð ekki nema 85-90 rnílur. Þetta var heldur óskemmtilegt enda við komnir niður undir ofrishraða en ein- hvernveginn blessaðist þetta og við náðum að lokum til Reykjavíkur. Klukkan var þá 5.28 um morguninn en við höfðum lagt af stað klukkan 11.10 daginn áður. Eftir hádegi var svo flogið aftur austur þar sem við mættum fyrir sýslumann með skipstjóranum af Cape Cleveland. Þetla var í fyrsta skiptið sem Gæsluvél tók togara á miðunum og mér er nær að halda að það hafi ekki gerst síðan. Vökvadælur Vökvamótorar ss Stjórnbúnaður Danfoss hf Skútuvogi6 • 104Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is Sjómannablaðið Víkingur - 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.