Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Qupperneq 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2006, Qupperneq 36
Jón B. Stefánsson Fjöltækniskóli íslands - skóli í þróun Fjöltækniskóli íslands varð til 24. febrúar 2005 þegar nöfnum Vélskóla íslands og Stýrimannaskólans í Reykjavík var formlega breytt í Fjöltækni- skóla íslands. Segja má að aflijúpun menntamála- ráðherra á nýju nafni skólans hafi verið endanleg sameining skólanna og lok ferils sameiningar er hófst með yfirtöku Menntafélagsins á rekstri skólanna 1. ágúst 2003. Nafni Menntafélagsins var á sama tíma breytt í Fjöltækniskóla íslands ehf. og er með því einungis eitt nafn, Fjöltækniskóli íslands, notað um alla starfsemina. Skólinn hefur með nýju nafni markað sér braut og stefnir að þróun námsfram- boðs og aukinna tækifæra undir nýju nafni án þess þó að draga úr áherslunni á skipstjórnar- og vélstjórnarnámi sem byggt hefur verið upp í skólanum í áraraðir. Skóli getur þróast og eflst með nýjum áherslum samhliða því að virða gamlar hefðir og halda því sem vel hefur verið gert i gegnum tíðina. Nýjar áherslur geta og eiga að stuðla að eflingu þeirra grunn- greina sem skólinn hefur byggt á og eiga að gefa nemendum skólans tækifæri til menntunar i samræmi við þær kröfur sem nútiminn gerir til þeirra starfa sem stefnt er á. Skipulag Fjöltækniskóla íslands í skólanum eru 4 námssvið: Tækni-, Vélstjórnar-, Skipstjórnar- og Sjávarútvegssvið. Skólinn starfar eftir áfangakerfi sem gerir honum kleifl að meta nám frá öðrum skólum. Námsefninu er skipt upp í áfanga sem hver um sig tekur eina önn og lýkur með prófi í annarlok. Áfangakerfið er þess eðlis að það leggur nemendum nokkrar byrðar á herðar, þeir verða sjálfir að ákveða námshraða og velja sér viðfangsefni fyrir hverja önn. Til að auðvelda þetta er nauðsynlegt að þeir geri áætlun um námsferil sinn og nið- urröðun einstakra áfanga í námsannir í samráði við umsjónarkennara eða námsráðgjafa. Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu Fjöltækniskóli íslands hefur fengið heimild menntamálaráðuneytisins til að bjóða nám á nýrri braut; sjávarútvegsbraut. Vandasamt var að ákveða með hvaða hætti Fjöltækniskólinn ætti að leggja upp nýtt nám þannig að það yrði aðlaðandi og markvisst fyrir þá sem kynnu að hafa hug á því. Eftir töluverða yfirlegu varð það niður- staða skólans að skipuleggja og bjóða nýtt nám sent við köllum Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu. Petla nám er skilgreint sem 45 eininga rekstrar- og stjórnunar- nám. Námið hentar vel öllurn faglærðum sem hafa reynslu úr atvinnulífinu, t.d. sjávarútvegi, matvælaiðnaði og ýmsum öðrum atvinnugreinum. Námskröfur eru þær sömu og á háskólastigi. Þetta nýja nám er hentugt fyrir þá sem vilja auka við mennlun sína og skapa sér ný tækifæri án þess að þurfa að sleppa vinnu sinni og setjast að fullu á skóla- bekk. Námið er að þvi leytinu frábrugðið venjulegu skólanámi að auðvelt er að stunda það á eigin forsendum. Skipulag námsins er blanda af fjarnámi og staðnámi sem býður nemendum upp á mikinn sveigjanleika í skipulagi náms og vinnu. Námsskipulagið er þannig: • Við upphaf annar koma nemendur í skólann í þrjá daga og fá kynningu á náminu og fyrirkomulagi þess, læra á Námskjá sem er veflægt námsumsjón- arkerfi, fara í gegn um námstækni og kynnast hver öðrum. • Aðeins einn áfangi er kenndur hverju sinni, hann tekur 6 vikur og lýkur síðan með prófi. • í hverjunt áfanga er gert ráð fyrir tveimur lotum í skólanum sem taka 3 daga hvor. Stofnun þessarar nýju brautar er liður í þeirri stefnu Fjöltækniskólans að þróa nánt tengt atvinnulífinu til viðbótar við það hefðbundna nám sem fram hefur farið í skólanum. 36 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.