Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
9
9. mynd. Bevatróninn við
Kaliforníuháskóla gefur pró-
tónum orkuna 6200 milljón
elektrónvolt. Á þessari teikn-
ingu sést bygging hans í höf-
uðdráttum. Aðalhlutar tækis-
ins eru 120 metra langt
hringlaga málmrör, sem loft-
inu hefur verið dælt úr, og
10000 tonna þungur hring-
laga segull, sem skipt er í
fjóra jafna hluta. Málmrör-
inu er komið fyrir milli póla
segulsins. Prótónunum er
skotið inn í bevatróninn
með tveim flýtum (accelera-
tors), sem sýndir eru efst á
teikningunni. Síðan þjóta
þær hvern hringinn af öðr-
um í tækinu og öðlast sí-
fellt meiri og meiri hraða,
unz þær hafa orkuna 6200 milljón elektrónvolt. Þá eru þær látnar rekast á
koparplötu, sem sýnd er með breiðri línu neðst til liægri á teikningunni.
á prótónu. E£ prótóna og andprótóna myndast við það, verða fjórar
agnir til staðar eftir áreksturinn; tvær upprunalegu prótónurnar
svo og hin nýskapaða prótóna og andprótóna. Hver þessara agna
um sig hefur hreyfiorku, sem nemur um það bil 1000 milljónum
elektrónvolta. Til þess að skapa andprótónu (og prótónu) með þess-
um hætti þarf því 2000 milljón elektrónvolt (orka, sem samsvarar
massa prótónu og andprótónu) -(- 4000 milljón elektrónvolt (hreyfi-
orka hinna fjögurra agna) eða alls um það bil 6000 milljón elek-
trónvolt.
Árið 1954 var tekinn í notkun við Kaliforníuháskólann í Berkeley
risavaxinn 6200 milljón elektrónvolta prótónu flýtir (proton acce-
lerator), sem ber nafnið bevatrón1) (sjá 9. og 10. mynd). Þetta var
1) Bandaríkjamenn kalla 1000 milljónir (100) eina billjón (hér á landi er
ein billjón milljón milljónir eða 1012). Orka prótónanna í bevatróninum í
Berkeley var því 6,2 (bandarísk) billjón elektrónvolt (skammstafað 6,2 Bev).
Er nafnið á tækinu dregið af því.