Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 20
14
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og elektrónur. Ein af hverjum 50000 ögnunr reyndist vera and-
prótóna. Voru þær skildar frá hinum ögnunum með massaspektró-
mæli, sem innihélt hraða veljara, (velocity selector), en hraði hinna
einstöku agnategunda er misjafnlega mikill. Þannig er hraði and-
prótónanna 78% af ljóshraðanum, en hraði mesónanna aftur á móti
99% af Ijóshraðanum. Hraði mesónanna er meiri vegna þess, að
massi þeirra er minni en massi andprótónanna.
Það hefur komið í ljós með tilraunum, að prótóna og andprótóna
eyða hvor annarri, þegar þær mætast. Breytist þá massaorka þeirra
að mestu leyti í jr-mesónur (sjá 13. mynd).
Eins og drepið hefur verið á, eyðast mesónurnar mjög fljótt, og
verður massaorkan að lokum að gammageisla fótónum.
Andnevtrónan er uppgötvuð.
Árið 1956 var andnevtrónan uppgötvuð af fjórum ungum vís-
indamönnum við Kaliforníuháskólann í Berkeley (sjá 15. mynd).
um (nevtrína er ögn, sem hefur enga rafhleðslu og engan hvíldarmassa. Hún
hefur hins vegar snúningsskriðþungamættið i/2 (h/2 tt) og orku). Það kom brátt
í ljós, að |j,-mesónurnar gátu ekki skýrt eðli kjarnkraftanna. Árið 1947 upp-
götvuðu C. F. I’owell og samstarfsmenn lians við háskólann í Bristol svo-
kallaðar jt-mesónur í geimgeislum. n-mesónurnar komu miklu betur heim
við kenningu Yukawa en p-mesónurnar. Til eru jt-mesónur, sem hafa bæði
pósitívar og negatívar rafhleðslur. Þær hafa massa, sem er því sem næst 273 mu,
en endast aðeins að meðaltali 2,5 X 10-8 sek, þá breytast ]tær í p-mesónur og
nevtrínur. p-mesónurnar breytast liins vegar í elektrónur eða pósitrónur og
nevtrínur. Óhlaðnar ^-mesónur liafa einnig verið uppgötvaðar, og reyndist
massi þeirra — öllum til undrunar — vera aðeins 264 mu. Meðalaldur óhlöðnu
mesónunnar er minni en 10-15 sek, og verður hún að því búnu að tveim
gammageisla fótónum. Þess má að lokunt geta, að uppgötvaðar hafa verið
þungar mesónur (K-mesónur) með massann 966 me og ennfremur agnir með
stærri massa en massa prótónanna og eru þær nefndar hyperónur.
Allar mesónur og hyperónur hafa að meðaltali rnjög stutt æviskeið. Eyðast
þær að því loknu sjálfkrafa og verða að einhverjum liinna þekktu atómagna.
I) Gufubóluhylkið (bubble cliamber) var fundið upp 1952 af Donald A.
Glaser, sem nú er prófessor við Kaliforníuháskóla. Hlaut hann Nóbelsverðlaun-
in í ár fyrir þessa uppfinningu. Inni í hylkinu er yfirhitaður vökvi undir
þrýstingi, svo að hann sýður ekki. Hlaðiu ögn, sem fer gegnum vökvann,
myndar jónir á braut sinni. Ef þrýstingurinn á vökvanum er minnkaður ör-
lítið, myndast gufubólur á jónunum. Þessar gufubólur eru ljósmyndaðar, og
kemur þá fram braut hinnar hlöðnu agnar. (sjá 14. mynd).