Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 24
18 NÁTT Ú RUFRÆÐIN GURIN N un elnisins vegur nákvæmlega á móti útþenslu heimsins, og þann- ig fæst jafnvægisástand. Það er sameiginlegt við báðar þessar kenningar, að þær krefjast þess, að jafnmikið efni og andefni hafi myndazt, ef andefni er á annað borð til. Frumkjarninn lilýtur að hafa innihaldið jat'nmikið af hvoru þessara efna um sig (fyrri kenningin). Ef efni er aftur á móti sífellt að myndast, hlýtur að myndast ein andögn á móti hverri ögn (síðari kenningin). Til þess að atóm og andatóm geti rnyndað stjörnur og vetrar- brautir, verða atómin á einhvern hátt að skiljast frá andatómunum, annars eyða þau hvert öðru. Eina luigsanlega leiðin til þess, að það geti orðið, virðist vera sú, að til sé þyngdarkraftur, sem verkar fráhrindandi rnilli atóma og andatóma — andþyngdarkraftur — í mótsetningu við þyngdarkraftinn, sem verkar milli atóma venju- legs efnis og leitast við að draga þau saman. Á þessu hafa allar hugmyndir um andefni strandað. Með því að viðurkenna and- þyngdarkraft væri grundvöllur almennu afstæðiskenningarinnar rofinn. Afstæðiskenningin hefur hins vegar reynzt svo traust, að meiri og sterkari rök þarf til, að við henni sé liróflað. Bandaríski eðlisfræðingurinn Maurice Goldhaber, sem starfar við Brookhaven National Laboratory á Long Island, hefur nýlega látið þá hugmynd í ljós, að til séu tveir heimar, annar úr efni, en hinn úr andefni. Hann hugsar sér, að heimurinn hafi orðið til tir einum kjarna, sem hann kallar universónu. Þessi kjarni skiptist strax í tvo kjarna, kosmónu og andkosmónu, sem — á einhvern óskilgreindan hátt — þeyttust í sundur með mikilli orku. Síðan sprakk kosmónan og varð að þeim heimi (kosmos), sem við þekkj- um, en andkosmónan varð að andheimi (anti-kosmos), sem okkur er um megn að skyggnast í. Goldhaber brýtur síðan heilann um, hvort eitthvað af andefni úr andheiminum hafi getað komizt inn í okkar heim. Ef svo er, gæti það ef til vill skýrt útvarpsöldurnar, sem sum- ar vetrarbrautir og loftský senda frá sér og áður er að vikið. Eitt atriði gerir vísindamönnum auðveldara að sætta sig við hugmyndina urn tilveru andheims. Það er, að nýlega hefur verið uppgötvað, að hlaðnar agnir, sent myndast við sérstaka tegund kjarn- breytinga (weak interactions), leitast við að snúast til vinstri handar um stefnu brautar þeirrar, sem þær fara eftir. í því tilfelli er því eins og náttúran sé örvlient. Hins vegar hefur verið sýnt fram á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.