Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 30

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á nítjándu öldinni urðu tvær kenningar um framþróun lífver- anna heimsfrægar. Hin fyrri er kennd við Lamarck, en hin síðari er þróunarkenning Darwins. Franski líffræðingurinn Jean Baptiste Lamarck birti þróunar- kenningu sína árið 1909. Hann hélt því fram, að umhverfið mót- aði lífverurnar með beinum áhrifum á þær, og breytingarnar erfð- ust síðan til afkomendanna. Darwin gerði raunar eins og Lamarck ráð fyrir, að umhverfið mundi beinlínis geta mótað erfðir lífveranna, en aðalaflið að baki þróuninni var samkvæmt Darwin náttúruvalið. Allar lifandi verur geta af sér mun fleiri afkvæmi en upp kom- ast. Ef einhver munur er á afkvæmunum, eru meiri líkur til þess að þau afkvæmin lifi, sem bezt eru fallin til að lifa við ríkjandi aðstæður. Þannig veljast alltaf úr einstaklingarnir, sem bezt eru aðlagaðir umhverfinu, og flytja síðan afkomendum sínum þessi heppilegu einkenni. Darwin gaf aldrei neina fullnaðarskýringu á eðli breytileikans. Hann gerði bara ráð fyrir þeirri staðreynd, að engar tvær lifandi verur væru eins. Síðan sæi náttúruvalið um það, að eingöngu hinir hæfustu lifðu; afkomendur þeirra erfa svo, að minnsta kosti að einhverju leyti, hæfni þeirra. Lögmál Mendels gáfu skýringu á því, á hvern hátt einkennin erfast, hversu sérhver eiginleiki verður til fyrir samspil erfðavísa föður og móður, en hinir einstöku erfðavísar eða gen breytast samt ekki eða blandast. Kenningin um náttúruvalið hljóðar því svo á máli erfðafræðinga: Einstaklingarnir, sem bezt standast í lífsbaráttunni, eru að öllum jafnaði þeir, sem eru bezt búnir að genum til að lifa við ríkjandi að- stæður. Þessir einstaklingar geta svo afkvæmi, sem erfa gen þeirra. En þróunin yrði skammvinn, ef ekkert nýtt kæmi fram, ef þró- unin væri bundin við enduröðun sömu genanna. Erfðafræðingar tóku fljótlega eftir því, að það kemur stöku sinnum fyrir, að eitt- hvert gen tekur skyndilega og, að því er virðist, ástæðulaust breyt- ingu. Þess háttar skyndilegar, erfanlegar breytingar kallast stökk- breytingar eða mutationir. Þær hafa lengi verið þekktar, en skýring á þeim fékkst vitanlega engin fyrr en um aldamótin síðustu, er erfðafræðirannsóknir hófust á grundvelli lögmála Mendels. Einn uppgötvenda lögmála Mendels, Hollendingurinn Hugo de Vries,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.