Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 38
32
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
getið frá nokkrum stöðum á landinu, en það hafi allt reynzt vera
Ch. polyanthus (L.) Corda ap. Opiz var. fragilis (Roth) K. M. Telur
hann þetta afbrigði algengt um land allt, en Ch. polyanthus, aðal-
tegundina, fann hann aðeins á einum stað. í fyrrnefndri bók Ar-
nells er þess getið við bæði Ch. polyanthus var. fragilis og Ch. pal-
lescens, að þessar tegundir vaxi hérlendis. Chiloscyphus frá tveim
fundarstöðum finnst mér mjög hæpið að geti verið Ch. polyanthus
var. fragilis, en miklu líklegra, að hér sé um að ræða Ch. pallescens.
Fundarstaðirnir eru: Heiðmörk, ágúst 1959 og Kambar, sept. 1959.
7. Gymnomilrium apiculatum (Schiffner) Jörg.
Möðruvellir í Hörgárdal, ágúst 1959 (Hörður Kristinsson). Sýnis-
hornið er þéttur 2 cm hár smáhnaus, næstum hreinn, aðeins smá-
vegis mengaður Lophozia. Tegund þessi hefur mér vitanlega ekki
fundizt hér áður, en héðan eru þekktar tvær aðrar Gymnomitrium
tegundir, G. concinnatum (Lightf.) Corda ap Sturm og G. coral-
lioides Nees, og eru báðir frekar algengar, einkum C. concinnatum.
G. apiculatum er heldur lægri en hinir tveir og mun mjórri,
dekkri, brúnn eða rauðbrúnn, en hinir oftast gráleitir, blöðin eru
minni og blaðseparnir yddir og enda oftast í innbeygðum, litlaus-
um smábroddi, gerðum úr tveim sellum. Blaðröndin er litlaus, en
oftast aðeins ein eða tvær selluraðir og eru skilin oft mjög skörp
milli þeirra og innri hluta blaðsins.
G. apiculatum vex utan íslands m. a. í Skandinavíu-hálendinu,
Síberíu, Austurríki og Grænlandi.
8. Marsupella revoluta (Nees) Lindb.
Hafnarfjarðarhraun, febr. 1960, utan í rökum, hallandi kletta-
vegg. Hesselbo fann þessa tegund aðeins á einum stað á landinu,
í Súgandafirði.
9. Marsupella emarginata (Ehrh.) Dum.
Sunnan Hafnarfjarðar, okt. 1959, í rökum sandi í tjarnarbakka.
Hesselbo getur hennar frá 3 stöðum: Dýrafjörður NV, Holt S. og
Seljaland S.
Ýmsar tegundir, sem Hesselbo telur algengar um land allt, virðast
mér fremur sjaldgæfar á því svæði, sem ég hef rannsakað, en mínar