Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 39
NÁTTÚRUF.RÆÐINGURINN
33
grúskanir eru það skammt á veg komnar, að ekki er ástæða til að
gera nánari grein fyrir því að sinni.
Fæstir mosar bera nokkur íslenzk nöfn, og þá sízt lifrarmosarnir.
Vonandi verður gerð tilraun til að skíra algengustu mosana íslenszk-
um nöfnum í náinni framtíð, en það getur reynzt vandasamt verk.
Orðið „lifrarmosar" nota ég yfir Hepaticae og er svo gert meðal
flestra nærliggjandi þjóða (Levermoser, Levermossor, Lebermoose
o. s. frv.). Yfir Musci nota ég „blaðmosar". Við þetta er þó það að
athuga, að hluti lifrarmosanna (Jungermaniales akrogynae) eru
greinilega skiptir í stöngul og blöð, en úr ógreindu þali er aðeins
minnihluti tegundafjöldans (Anthocerotales, Marchantiales og Jun-
germaniales anakrogynae). Sumir hafa notað orðið „hálfmosar" um
lifrarmosa, en ekki felli ég mig reglulega vel við það orð. Eins
og kunnugt er hafa mosar engar rætur, en sellur eða selluþræði,
sem svipar til róta (rhizoides). Þetta nefni ég rætlinga. Undirblöð
nefni ég það, sem á vísindamáli er nefnt amphigastria. Að sjálf-
sögðu má deila um, hversu heppileg þessi orð eru.
HEIMILDARIT - REFERENCES
Arnell, Sigfrid 1956. Illustrated Moss Flora of Fennoscandia, I. Hepaticae.
Lund.
Cams, Helmut 1957. Kleine Kryptogamenflora. Bancl IV. Moos- und Farn-
pflanzen. Stuttgart.
Hesselbo, Aug. 1918. The Bryophyta of Iceland. The Botany of Iceland, Vol.
I, part 4. Copenhagen.
Steindórsson, Steindór 1935. Flórunýjungar 1934. Skýrsla Náttúrufræðiféiagsins
1933-1934. Reykjavík.
SUMMARY
About rare Icelandic Hepatics
by
Bergþór Jóhannsson
Nr. 1, Calypogeia fissa (L.) Raddi, found in SW-Iceland and nr. 7, Gymno-
mitrium apiculatum (Schiffner) Jörg., found in N.-Iceland are new species to
the Icelandic moss flora. Nr. 2—6 and 8—9 are rare species reported from new
localities.