Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 45 Endurskoðendur reikninga: Ársæll Árnason, bókbindari. Kristján A. Kristjánsson kaupmaður. Til vara: Eiríkur Einarsson, verzlunarmaður. Ritstjóri Náttúrufrœðingsins: Sigurður Pétursson, dr. phil. Afgreiðslumaður Náttúrufrrrðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali. Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar: Jóhannes Áskelsson, menntaskólakennari (formaður). Ingólfur Davíðsson, mag. scient. (ritari). Guðmundur Kjartansson, mag. scient. (féhirðir). '1 il x>ara: Sigurður Pétursson og Ingimar Óskarsson. Aðalfundur Aðalfundur fyrir árið 1960 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans laugar- daginn 25. febrúar 1961. Fundinn sátu 24 félagsmenn. Fundarstjóri var kjör- inn Tómas Tryggvason, fil. lic., og fundarritari Óskar Ingimarsson, cand. phil. Formaður minntist látinna félaga og flutti skýrslu um starf félagsins á liðnu ári. Úr stjórn félagsins skyldu ganga þeir Einar B. Pálsson og Unnsteinn Stefáns- son. Einar var endutkjörinn, en Unnsteinn baðst undan endurkjöri, og var í hans stað kjörinn Ingvar Hallgrímsson, mag. scient. Dr. Sigurður Þórarinsson bar fram tillögu um, að fundurinn lýsti eindregn- um stuðningi við þá hugmynd að friðlýsa sem þjóðvang jörðina Skaftafell í Öræfum, og var það samþykkt einróma. Fræðslustarfsemi Á árinu voru haldnar sex samkomur og á liverri þeirra flutt erindi um nátt- úrufræði og sýndar skuggamyndir. Ræðumenn og erindi voru sem hér segir: Guðmundur Kjartansson. Landslag á Kili í ísaldarlok, Steingrímur Baldursson: Efni og andefni, Sigurjón Rist: Dýptarmælingar í íslenzkum stöðuvötnum, Páll Theódórsson. Rannsóknastöð dönsku kjarnorkunefndarinnar á Risö, Sig- urður Þórarinsson: Blágrýtissvæði Bandaríkjanna, Columbia-hásléttan og Hawaii, og Björn Sigurbjörnsson: Kynbætur á melgrasi. Á flestum samkomun- um urðu nokkrar umræður um efni erindanna. Fundarsókn var góð og frem- ur jöfn, 77 manns að meðaltali. Fræðsluferðir voru farnar fleiri og fjölmennari en nokkru sinni áður: tvær stuttar um nágrenni Reykjavíkur og ein þriggja daga ferð inn á Kjöl. Þátt- taka var 120-130 manns í stuttu ferðunum, en 43 í Kjalarferðinni. Leiðbein- endur um nátturufræði í þessum ferðum voru: Guðmundur Kjartansson og Þorleifur Einarsson (urn jarðmyndanir), Ingólfur Davíðsson og Eyþór Einars-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.