Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 7
% kviðpokaseiða með sundmaga Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fyrir kviðpokaseiðin en hann eykur flot- og hreyfigetu seiðisins, sem veldur því að kviðpokaseiðið eyðir minni orku í að halda sér á réttum stað í vatnssúlunni í leit að æti. Niðurstöður úr klaktilraununum6 sýndu að stærri kviðpokaseiði sem klöktust úr stærri hrognum voru líklegri til að mynda sundmaga en þau sem klöktust úr minni hrogn- um (14. mynd). Þannig myndaðist sundmagi hjá 60-100% af þeim kviðpokaseiðum sem klöktust úr hrognum sem voru > 1,5 mm af þvermáli á meðan mjög mikill breytileiki (0-100%) einkenndi sundmagamyndun hjá kviðpoka- seiðum úr minni hrognum. 14. mynd. Stærð hrogna og hlutfall kvið- pokaseiða sem mynduðu sundmaga við 10 daga aldur.6 70 1 2 3 Vertfð 15. mynd. Dánartíðni hrogna sem safnað var frá hrygnum sem voru að hrygna í fyrsta skipti (1), annað skipti (2) og þriðja skipti (3). Meðal þvermál hrogna (1,22-1,32 mm) er skráð fyrir ofan hverja s úlu.‘ 16. mynd. Frjóvguð þorskhrogn: Til vinstri eru hrogn á svokölluðu linsustigi (2 daga gömul) en til hægri eru 6 daga gömul hrogn. Fóstrin fljóta ofan á vökva og forðanæringu semfyllir megnið afinnra rými hrognsins. Ljósm. Guðrún Marteinsdóttir. H RYG NIN GARREYN S LA OG GÆÐI HROGNA Margt bendir til þess að hrygnur sem eru að hrygna í fyrsta skipti myndi hrogn sem hafa minni lífslík- ur en hrogn frá hrygnum sem hafa meiri hrygningarreynslu (15. mynd). Þannig hafa niðurstöður úr rannsóknum sem voru fram- kvæmdar við Hafrannsóknastofn- unina í Bergen í Noregi sýnt að hrygnur sem hrygna í fyrsta skipti framleiða smærri hrogn með hærri dánartíðni á klaktímabilinu en þær sem hrygndu í annað og þriðja skip- ti (15. mynd).3-8'9 Þessar rannsóknir voru byggðar á 65 athugunum þar sem fylgst var með sömu hrygnun- um í samtals þrjú ár. Hrygningartími Hrygning þorsks getur staðið yfir í margar vikur. Þannig er ljóst að hver hrygna losar hrogn oft á hrygningartímabilinu enda líffræði- lega nauðsynlegt þar sem hún hefur ekki pláss fyrir öll hrognin í kviðar- holinu þegar þau hafa náð fullri stærð. Þannig þroskar hún hluta af hrognunum í senn og losar þau í áföngum. Hrognasekkurinn inni- heldur því hrogn á mismunandi þroskastigum en það er ekki fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir hrygningu að sá hluti hrognaima sem stendur til að losa nær fullum þroska. Þegar þetta gerist þenjast hrognin út með því að draga í sig vökva úr hrognasekknum. A þess- um tíma á sér oft stað flókið atferli þar sem hængur og hrygna spinna sig saman í spíral upp eftir vatns- súlunni. Við hrygninguna sprautar hængurinn út sviljunum um leið og hrognin renna út úr gotraufinni. Svil og hrogn blandast saman í sjón- um og um leið og frjóvgun hefur orðið harðnar ysta frumulag egg- himnunnar þannig að yfirborð hrognsins verður ógegndræpt. Fjöldi hrygninga er mjög mis- munandi og fer það m.a. eftir stærð og ástandi hrygnanna. Talið er að stórar hrygnur geti hrygnt allt að 30 17. mynd. Hlutfall hrygna sem eru hrygn- andi ( þ.e. á 3. stigi) á meginhrygningar- stöðvum þorsks á Selvogsbanka og ná- grenni árin 1994-1999. Efsta myndin sýnir hrygnur sem voru stærri en 100 cm. Næsta mynd fyrir neðan sýnir hrygnur sem voru 75-100 cm og neðsta myndin sýnir hrygnur sem voru minni en 75 cm. Vikur aprílmánaðar eru innan gráu línanna. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.