Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 8
Náttúrufræðingurinn sinnum og að 1-2 dagar líði á milli hrygninga.9 A þennan hátt er talið að þorskurinn dreifi afkvæmum sínum í tíma og rúmi þannig að meiri líkur séu á að a.m.k. hluti af- kvæma hans klekist út við góðar umhverfisaðstæður. Hrygningartími þorsks á megin- hrygningarstöðvunum við Suðvest- urland er breytilegur hjá hrygnum af mismunandi stærð (17. mynd).10 Þannig er hrygningartími lengstur hjá stærstu hrygnunum en stystur hjá þeim smæstu. Hrygning hjá stóru hrygnunum hefst um miðjan mars og getur staðið fram í lok apr- íl eða byrjun maímánaðar. Hrygn- ingin hjá smæstu hrygnunum fer oftast ekki af stað fyrr en um miðjan apríl og er lokið 2-3 vikum seinna. Þetta er þó ekki algilt og virðist hrygning stundum eiga sér stað seinna, í maí, á svæðum utarlega á Selvogsbanka og í köntunum með- fram landgrunnsbrúninni (svæði 3.5 og 4.1 á 20. mynd) eða jafnvel ekki fyrr en í júní-júlí irtni á fjörðum á Norður- og Austurlandi. Einnig skal haft í huga að hængarnir eru yfirleitt fyrr á ferðinni en hrygnurn- ar og eru þeir oft byrjaðir að sprauta töluvert áður en hin eiginlega hrygning hefst. Hrygning á öðrum stöðum við landið fylgir ekki endilega sama ferli. Þannig byrjaði hrygning til- tölulega seint, eða í byrjun apríl- mánaðar, á suðaustursvæðinu árin Vikur frá áramótum 18. mynd. Hlutfall hrygnandi hrygna (á 3. stigi) við Suðausturland árin 1999 (efri mynd) og 2000 (neðri mynd). 1999 og 2000 (18. mynd). Ólíkt því sem tíðkaðist á Selvogsbanka þá var lítill munur á hrygningartíma stórra og smárra þorska (18. mynd). I Grundarfirði hófst hrygningin í byrjun mars árið 1998 (19. mynd). Þegar sýnatökum lauk í byrjun maí var hrygning enn í fullum gangi. A þessu svæði var hrygningartíminn svipaður hjá hrygnum af mismun- andi stærð. Þó má benda á að lítið sem ekkert var af hraðvaxta og stór- um hrygnum (10-30 kg) á þessu svæði. I Eyjafirði hófst hrygning í byrjun 19. mynd. Hlutfall hrygnandi hrygna (á 3. stigi )í Grundarfirði (efst), Eyjafirði og Stöðvarfirði (neðst) vorið 1998. aprílmánaðar árið 1998 (19. mynd). Megnið af hrygningarfiskinum var á stærðarbilinu 76-90 cm en um miðbik tímabilsins komu göngur af stærri fiski (>100 cm). Þegar sýna- tökum var hætt í lok maímánaðar var enn töluverður fjöldi af hrogna- fullum hrygnum sem áttu eftir að hrygna oftar en einu sinni. Því má telja líklegt að hrygning geti staðið langt fram á sumarið á þessu svæði. I Stöðvarfirði hófst hrygning lík- lega um miðjan mars 1998 (19. mynd). Þegar sýnataka hófst í byrj- un apríl var hrygning komin á full- an skrið. Hrygningu var ekki lokið þegar sýnatöku var hætt um miðjan maímánuð. Lítið sem ekkert var af stórum fiski (> 100 cm). Mælingar á hrygnandi þorski, bæði á vegum klak- og hrygningar- rannsókna og netaralls Hafrann- sóknastofnunarinnar, hafa sýnt að stærstu þorskarnir hrygna við mynni jökulánna sem renna til sjáv- ar við suðurströndina (svæði 3.1, 3.2, 5.1, 5.2 og 5.3 á 20. mynd).11’13 Sum ár gengur einnig tiltölulega stór fiskur til hrygningar í Garð- sjónum norður og norðaustur af Reykjanesi (svæði 2.2). Talið er að þessi hrygningarsvæði séu sérstak- lega góð, m.a. vegna þess að ferskvatnsrennslið stuðlar að lag- skiptingu þannig að ferskur sjór flýtur ofan á og myndar þannig eðl- isþyngdarlag sem þjappar saman hrognum, kviðpokaseiðum og átu í efstu lög sjávar þar sem sólar gætir og þörungavöxtur er mikill. Einnig er ljóst að á þessum svæðum gætir áhrifa frá strandstraumi og hefur verið sýnt fram á að þegar hann er sterkur þá hrífur hann með sér egg og lirfur á strandsvæðunum og ber þau inn á rekbrautina vestur af landinu í átt að uppeldissvæðunum fyrir norðan land.214 Eru „AULARNIR" bestir? Sjómenn hafa um langt skeið kallað stóru hrygningarþorskana „aula". Aður fyrr var oft töluvert af þessum fiskum við suðurströndina en í dag bendir margt til að þeim hafi veru- lega fækkað (niðurstöður úr klak- rannsóknum og netaralli Hafrann- sóknastofnunarinnar). Eins og fram hefur komið er ljóst að framlag stór- þorsks til hrygningar og klaks er hlutfallslega meira en framlag smær- ri þorska. Haft skal þó í huga að með- alstórir hrygningarþorskar (90-110 cm) gefa einnig mikið af sér og ef þeir eru í góðu ástandi þá mynda þeir góð hrogn sem hafa góðar lífslíkur. Þannig hefur komið glöggt í ljós að ástand hrygningarþorskanna skiptir ekki minna máli en stærð þeirra, þar 8 J

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.