Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Berghlaup þetta hefur fallið efst úr Esjubrúnum og kastast niður á lág- lendið allt í sjó fram.7 Fremstu urð- artoturnar eru 300-400 m undan landi úti í Hofsvík. Sjávarurðin fer á kaf á flóði en á fjöru myndar hún áberandi skerjaklasa í víkinni. I Esjuhlíðum er urðin mjög hulin skriðum og aurkeilum en þó má auðveldlega rekja miðhluta hennar upp að brotsárinu í háfjallinu. Jaðrar hennar til hliðanna eru hins vegar afar óljósir og víða ósýnilegir. Yngri skriður liggja þar upp að þeim og hafa fært þá í kaf. Upprunaleg yfir- borðsform urðarinnar eru mjög máð. Hún hefur verið allstórgrýtt og við ströndina og uppi í hlíðarfætin- um eru stór björg og bergkastalar áberandi innan um smágerðari mulning. Brotsárið myndar allmikla skál í fjallsbrúninni, sem þó hefur ekki hina reglulegu hvilftarlögun sem einkennir mörg berghlaup. Hlauplengdin frá efstu brún brot- skálar að ystu totum urðar er um 2900 m. Fallhæðin er 725 m. Út- hlaupshornið er því 13,8°. Flatarmál urðarinnar er um 2 km2, þar af 0,4 km2 í sjó. Breiddin við strönd er 1000 m. Rúmtak urðarinnar er illa þekkt en hér er áætlað að það sé um 20 milljón rúmmetrar (20x106 m3). Fjörumór ofan á hlaupinu og lag urðartungunnar úti fyrir ströndinni sýna að sjór hefur staðið lægra við landið er urðin hljóp fram en hann gerir nú. Hún gæti hafa fallið á tíma- bilinu 5000-8000 f.Kr. (6000-9000 BP) en þá stóð yfirborð heimshaf- anna nokkru neðar en í dag. Raunar er óvíst hvort urðin náði til strandar er hún féll því þegar sjór stóð lægst við Faxaflóa snemma á nútíma lá ströndin langt út af Hofsvík.8 Hefði hún fallið við það sjávarborð sem nú ríkir er ljóst að skriðuflóðbylgja (tsunami) myndi hafa borist um Faxaflóa (2. mynd). Bylgjan hefði þá brotnað á strandlengju Reykjavíkur innan frá Laugarnesi og út á Sel- tjarnarnes en 11-12 km er yfir sund- in að fara. Vafalítið hefði hennar ein- nig orðið vart á Vatnsleysuströnd. Engin ummerki slíkrar bylgju eru þó þekkt. Rúmtak sjávarurðarinnar er gróflega áætlað 4xl06 m3. Astæðurnar fyrir Sjávarhólaberg- hlaupinu eru líklega þær að þar hef- ur farið saman rof jökla og sjávar undan hrungjarnri fjallshlíð. Hugs- anlega hafa jarðskjálftar einnig kom- ið við sögu. Þótt ekki séu líkur á stór- um berghlaupum úr Esjuhlíðum við þær aðstæður sem ríkja í dag er enn töluverð skriðuhætta á þessum slóð- um og smáar aurskriður eru algeng- ar. Árið 1747 segir Ölfusvatnsannáll frá hamförum á Kjalarnesi: „Á því vori féll sú mikla skriða eður jarðarumrótan úr Esjunni, sem af tók mikinn part Öfugskeldu og Sjávarhóla-land. Hún tók til sjávar ofan, svo mikilfeng, að ekki er auð- velt frá að segja." 9 I Ferðabók Eggerts og Bjarna er minnst á þetta skriðuhlaup.10 Skrið- unni sjálfri er ekki lýst en þess getið að þar hafi sést birkilurkar sem voru sverari en stærstu tré í Húsa- fells- og Fnjóskadalsskógum. Bær- inn Öfugskelda (eða Ófeigskelda) virðist ekki hafa verið byggður upp eftir þetta en hann stóð skammt suðvestan við Skrauthóla. Ummerki þessarar miklu skriðu eru ekki þekkt og virðast að mestu horfin. Líklegast er að hún hafi átt upptök sín í berghlaupsurðinni ofarlega í hlíð og fallið fram milli Skrauthóla og Sjávarhóla. Þetta hefur sennilega verið aurskriða en ekki berghlaup og vafalítið hefur hún verið mörg hundruð metra breið. Á flóðbylgju 2. mynd. Hér sést afstaða Sjávarhólaberghlaupsins til Reykjavíkur. ímyndaðar flóðbylgj- urnar breiðast út um Kollafjörð. Hér eru þær sýndar ótruflaðar en í raun myndu eyjar og sker gerbreyta bylgjumunstrinu. - The location ofthe Sjávarhólar rock slide with respect to Reykjavík and imaginary tsunami waves. (Kortagrunnur er frá Landmælingum ís- lands Atlaskort, kortadiskur 2). 13

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.