Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn 3. mynd. Víkurhólar við Eyjafjörð. Berghlaupsurðin hefurfært ströndina talsvert út á kafla. Bærinn Ystavík stendur sunnan undir hól- unum. - The Víkurhólar rock slide in Eyjafjörður, North Iceland (Ljósm. ÁH). af hennar völdum er ekkert minnst og líklega hefur hún verið lítil. VÍKURHÓLAR Víkurhólar eru annað dæmi um berghlaup sem fallið hefur í sjó þar sem nú er þéttbýlt í nágrenninu (3. mynd). Það hefur fallið efst úr Vík- urhnjúk í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð, 18 km utan Akureyrar.11 Efst í Víkurhnjúknum eru sprungur og augljósir veikleikar í bergbygg- ingunni og eftir undangröft skrið- jökla í ísaldarlok hefur fjallshlíðin verið orðin óstöðug. Þetta hefur endað með berghlaupi. Um aldur urðarinnar er erfitt að dæma, Ólafur Jónsson telur hana „nokkuð elli- lega". Vala Björt Harðardóttir12 skoðaði jarðvegssnið í henni og birti í BS-ritgerð sinni. Hún telur hana um 7000 ára. Sé urðin á þessum aldri hefur sjór staðið nálægt núver- andi mörkum og hún því hlaupið í sjó fram. Urðin er ólík Sjávarhólaurðinni, sem teygir sig út fyrir ströndina og á sér næsta auðsætt framhald neð- ansjávar. Víkurhólar hafa fært út ströndina en virðast enda í þver- bröttu rofstáli þar sem aldan brýtur jafnt og þétt af því og ber efnið burt. Urðin er ekki fyllilega stöðug, sem best sést á því að vart hefur orðið við sig á veginum í gegn um hólana. Lengd berghlaupsins er 1720 m, flatarmál 1,7 km2 og breidd við strönd er yfir 1600 m. Hafi Víkurhólar hlaupið í einni svipan út í sjó, eins og aðstæður benda til, hefur myndast mikil flóð- bylgja í Eyjafirði sem kastast hefur frá strönd til strandar og valdið miklu brimróti og sjávarflóðum, jafnt inn við Akureyri sem utar með firði, svo sem við Dalvík og Greni- vík. Engin ummerki hafa þó fundist eftir þessa flóðbylgju, en raunar hefur þeirra aldrei verið leitað. Lokaorð Samkvæmt gögnum sem ég hef dregið saman eru um 320 þekkt og rannsökuð berghlaup á landinu. Um 10% þeirra hafa hlaupið út fyr- ir núverandi strönd. Hætt er við að lítil berghlaup úr sjávarhömrum komi ekki fram í þessum gögnum því ummerki slíkra hlaupa hverfa fljótt. Berghlaupatíðni virðist hafa verið hvað mest á fyrstu öldum og árþúsundum eftir að ísaldarjöklarn- ir hurfu en hefur lækkað síðan. Þekkt eru ein 15 hlaup sem fallið hafa á sögulegum tíma (3-4% af heildinni). Þau eru talin upp í 2. töflu. Eðlilegt er að ætla að um 10% sögulegu hlaupanna hefðu átt að falla í sjó, þ.e. sama hlutfall og af heildarfjölda berghlaupanna. Það 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.