Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 28
Náttúrufræðingurinn 3. mynd. Þráttfyrir árpúsunda ræktun hegða hross sér að mörgu leyti eins ogforfeður þeirra. - Domestication which started some thousand years ago doesn't seem to have changed the social behaviour ofhorses significantly. Icelandic riding horses. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 4. mynd. Takhi-stóðhestur rekur annan í burtu. Báðir leggja kollhúfur. - One stallion is attacking another. The position of their ears shows well the state of aggression. Ljósm./pho- to: Hrefna Sigurjónsdóttir. því við hvem hrossin kljást (5. og 6. mynd) og leika sér mest (7. mynd) en einnig hvort þau halda sig ná- lægt hvert öðru þegar þau eru á beit, hvílast og á ferð (8. mynd).w Stöðugleiki innan hópsins við- helst vegna vinasambandanna og virðingarraðarinnar. Þegar ókunn- ugir hestar koma inn í stóð eða hest- ar hverfa úr stóði raskast virðingar- röðin og ný sambönd myndast. Þess vegna er væntanlega meira um bæði jákvæð og neikvæð samskipti í stóði þar sem félagsleg tengsl eru í mótun. Nærvera stóðhests hefur áhrif á hegðun og félagstengsl annarra í hjörðinni (1. mynd). Misjafnt er hvort stóðhesturinn ríkir yfir hryss- unum en hann ríkir alltaf yfir ung- hrossunum.8 Feist og McCullough9 rannsökuðu villt stóð í fjöllum í Wyoming í Bandaríkjunum. í ljós kom að stóðhestar voru mjög ríkj- andi yfir hryssum og tryppum en tengsl voru óstöðug á milli hryssna og virðingarröð óljós. Þeir sáu stóð- hesta trufla og hafa afskipti af sam- skiptum annarra. Þeir vörpuðu fram þeirri tilgátu að félagsleg samskipti hestanna væru fátæklegri en ella vegna yfirgangs stóðhestsins. Höf- undum er ekki kunnugt um að hestafræðingar hafi prófað þessa til- gátu en hér er tilraun gerð til þess þar sem tækifæri gafst til þess að bera saman annars vegar félagssam- skipti í hópum án stóðhests hér á landi og hins vegar félagssamskipti í hópum með stóðhesti erlendis. íslenski hesturinn er að mörgu leyti kjörinn til rannsókna á félags- hegðun.10 Hann er alinn upp í stóði og er yfirleitt taminn seint miðað við önnur kyn. Hryssur og gelding- ar eru mörg á útigangi og lítið not- uð. Nær allir reiðhestar eru úti sjö mánuði á ári og í hópi með öðrum. Reiðhestar á húsi eru oftast saman í stíum og er hleypt út á hverjum degi og með öðrum hestum11. Er- lendis er algengt að hestar séu einir í stíum og hafi fá tækifæri til sam- skipta við aðra hesta. Þannig má færa rök fyrir því að íslenski hestur- inn njóti meira frelsis og félagsskap- ar en flest önnur kyn taminna hesta. Slíkar aðstæður eru hugsanlega skýringin á því hvers vegna af- brigðileg hegðun hesta í hesthús- um, sem einu nafni kallast kækir (t.d. roparar), er sjaldgæf hér á landi.11 Á íslandi eru stóðhestar nánast aldrei hafðir með stóði allt árið. Þegar kynin eru leidd saman er hafður sá háttur á að ýmist eru hryssur fluttar í hólf til stóðhests þar sem þær eru í 3-4 vikur eða stóðhestur frá öðrum bæ er settur í hóp hryssna sem þekkjast innbyrð- is. Sum folöld kynnast stóðhesti ef þau eru með móður sinni í girðingu eftir köstun en önnur kynnast þeim aldrei. Það má því segja að það fé- lagslega umhverfi sem íslenski hesturinn býr við sé heimur hryssna, geldinga og tryppa. Tæki- færi til að rannsaka hegðun hest- anna í stóði án stóðhests eru því góð hér á landi og forvitnilegt að bera niðurstöður saman við aðrar rann- sóknir þar sem stóðhestar eru til staðar og kringumstæður því aðrar. Rannsóknirá Skáney Höfundar þessarar greinar hófu rannsóknir á félagshegðun hesta í stóði á Skáney í Reykholtsdal 1997 ásamt Machteld van Dierendonck og Ingimar Sveinssyni. Þeim var haldið áfram 1999 og var þá hestum frá tveimur öðrum bæjum bætt við stóðið frá Skáney. Það var gert til að 28

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.