Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hópnum í tvennt þegar liðið var á rannsóknartímabilið og í seinni hluta rannsóknarinnar var einungis unnt að fylgjast með hluta hópsins. Við birtum því niðurstöður um hegðun og félagsgerð þriggja hópa (hópur I (allur hópurinn 1997), hóp- ur II (hluti hópsins 1997) og hópur III frá 1999). Má líta svo á að bæði í hópi II og III hafi hrossin búið við nokkra félagslega streitu því í öðr- um þeirra hurfu sum hrossin af vettvangi (hópi II) og í hinum (hópi III) voru ókunnug hross. I hópi I voru 34 hestar í byrjun; 12 fylfullar hryssur, fimm geldar hryssur (allar enn með veturgamalt tryppi á spena), tveir fullorðnir geldingar og 15 tryppi. Á tímabil- inu fæddust sjö folöld. I hópi II voru í byrjun 17 hross; fjórar fylfull- ar hryssur, þrjár hryssur með folöld, ein geld hryssa, einn fullorð- inn geldingur og níu tryppi. Á tíma- bilinu fæddust tvö folöld (sjá 1. töflu). Seinna árið - hópur III - var 31 hestur í stóðinu í byrjun; 23 hestar frá Skáney, þ.e. 12 fylfullar og tvær geldar hryssur, tveir fullorðnir geldingar, sjö tryppi og auk þess voru átta ókunnug hross sett í hóp- inn; þrjú frá Litla-Bergi (ein fylfull hryssa og tveir geldingar) og fimm frá Birkihlíð (ein fylfull og tvær geldar hryssur og tvö tryppi; sjá 2. töflu). Fjórtán folöld fæddust en eitt varð að aflífa. Átján hestar sem voru í rannsókninni 1997 voru aftur í stóðinu 1999. Árið 1997 hófust mælingar 6. maí og stóðu til 22. júní. Fyrri hlutanum lauk 11. júní og var gögnum safnað í alls 488 klst. fyrir þann hóp (I), jafnt daga sem nætur. Gögnum var safnað í 166 klst. í seinni hlutanum (hópur II). Árið 1999 hófust mæl- ingar 3. maí og lauk 14. júní og stóðu þær yfir í 847 klst., líka allan sólarhringinn. ÁÐFERÐIR Bæði árin voru áberandi samskipti, bæði jákvæð og neikvæð, skráð 5. mynd. Hrossin vingast með því að kljást en þá tanna þau hvort annað. - AUogrooming is a sign offriendship. Ljósm./photo: Kate Sawford. 6. mynd. Þegar hestarnir kljást hægist á hjartslætti og þeim líður greinilega vel. - Mutual grooming calms the horses and increases their well-being. Ljósm./photo: Kate Sawford. athuga áhrif þess að setja ókunnug hross í hóp kunnugra hrossa. FUuti niðurstaðnanna hefur birst í erlend- um tímaritum.1213 SAMSETNING HÓPSINS OG AÐSTÆÐUR Hestarnir sem valdir voru í rann- sóknina voru fylfullar folaldsmerar, geldar hryssur, geldingar og l-4ra vetra tryppi. Hrossin voru sett í 8 ha girðingu til að unnt væri að fylgjast með þeim öllum frá einum stað. Þessir hestar eru vanalega í stórum girðingum og eru úti allt árið. Skán- eyjarhestarnir þekktu allir hver annan. Unnt var að reikna út skyld- leika milli allra hrossanna nema eins aðkomuhestsins 1999. Fyrra árið reyndust aðstæður þan- nig að nauðsynlegt var að skipta 29

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.