Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 32
Náttúrufræðingurinn VlRÐINGARRÖÐ Á Skáney skipuðu hestarnir sér í greinilegar virðingarraðir í hópun- um þrem og líka þegar undirhópar (hryssur annars vegar og geldingar og tryppi hins vegar) voru greindir. Þessar raðir voru marktækt línuleg- ar í öllum tilvikum (Landau's H, p<0,001). Fullorðnu hryssurnar réðu yfir hinum - fullorðnu geldingarnir ríktu einungis yfir einni (1999) eða tveimur hryssum (1997), en þeir ríktu yfir tryppunum (sjá 1. og 2. töflu). Veturgömlu tryppin sem gengu enn undir mæðrum sínum höfðu hærri stöðu en 2ja vetra systkini þeirra. Líklegt er að það hafi verið ástæðan fyrir því að ekki voru marktæk tengsl á milli aldurs og stöðu meðal tryppanna og geld- inganna 1997. Þessi tengsl voru aft- ur á móti marktæk 1999 (Spearman rho, p<0,01) en þá var ekkert tryppi enn á spena í stóðinu. Algengt er að aldur sé marktækt tengdur stöðu í virðingarröð en aðrir þættir geta einnig skipt máli.' Ekki kom það á óvart að um helmingur ókunnu hrossanna í hópi III var neðarlega í virðingarröðinni því vitað er að lengd viðveru hefur áhrif á stöðu einstaklinganna. ‘9-20-21 Þegar virðingarröð raskast við það að einhver er tekinn út úr hópi eða nýir bætast við má búast við aukinni tíðni ógnana og árása. Meira var um fjandsamlega hegðun í hópnum 1999 á Skáney en 1997 og minnst í hópi I, sem styður þessa til- gátu (1,98 og 3,0 á hest á sólarhring að jafnaði 1997 og 5,66 árið 1999). Marktækur munur reyndist vera á öllum hópum (t-próf: I og II, p<0,05, II og III, p<0,01). Aftur á móti eru áhrif stóðhests óljós í þessu sam- hengi því mælingar á ýgi í erlend- um rannsóknum sýna mjög breyti- legar niðurstöður (5,76-86,4 á hest á sólarhring).5-21-22 Hve mikil ýgin er ræðst af ýmsum þáttum og skiptir samsetning hópa og umhverfisað- stæður þar eflaust mestu máli. Til dæmis má búast við að aldur og reynsla stóðhests skipti máli og að ýgi aukist þar sem fæðuskortur rík- ir. VlNÁTTA Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að fullorðnu hryssurnar kljáðust mest við fullorðnar hryssur bæði árin (10. mynd) (tRwpróf, p<0,001) og mest við hryssur frá sama bæ eins og greining á gögnum frá 1999 sýndi (tRwpróf, p<0,001). Hryssurn- ar léku sér ekki. Yngri hrossin og eldri geldingar mynduðu tengsl bæði með því að kljást og leika sér og segja má að þau hafi myndað sérstakan félagshóp á móti hryssun- um á Skáney (tRwpróf, p<0,001 bæði fyrir snyrtingu og leik í öllum hóp- um). Áhugavert er að unghrossin tengdust ekki mæðrum sínum (nema sum veturgömlu tryppin sem enn gengu undir). Rannsóknir erlendis á sambæri- legum hópum hafa sýnt fram á svipað mynstur, þ.e. að hryssur kljáist við hryssur á svipuðum aldri,19,23 en aftur á móti eru tengsl hryssna í hjörðum með stóðhestum mest við 0-3ja ára afkvæmi sín9,24 (Takhi-hestar (Equus przewalski) - óbirt gögn fyrri höfundar). Hross sem voru nálægt hvert öðru í virðingarröðinni kljáðust gjarnan og voru tengslin marktæk í hópi I (tRwpróf, p<0,001) en ekki í hópi III, sennilega vegna þess að í þeim hópi skipti meira máli frá hvaða bæ hrossin voru. í hópi I, þar sem upplýsingar um næstu ná- granna eru til, kom í ljós að hrossin kljáðust að jafnaði við sömu hross og þau héldu sig nálægt (tRwpróf, p<0,001). Svipaðar niðurstöður hafa fengist á hópi hryssna og geldinga sem rannsakaður var í Skorradal 199625 og erlendis.19-26,27-28 Þegar hópar I og III eru bornir saman (álíka mörg hross voru í þessum hópum) kemur í ljós að hrossin áttu sér fleiri félaga sem þau kljáðust við seinna árið, sérstaklega tryppin og geldingarnir (sjá 1. og 2. töflu). Áhugaverður munur var á hópunum því í hópi I áttu hryssurn- ar marktækt fleiri slíka félaga en ungu hrossin (U-próf, p<0,001) en í hópi III var þessu öfugt farið (U- próf, p<0,001). Aðalmunurinn á hópunum var sá að í hópi III léku unghryssurnar meira við karlkynið en í hópi I (G = 8,89, p = 0,03). Þessi gögn má túlka þannig að geldingar og tryppi breyti hegðun sinni meira en fullorðnu hryssurnar þegar ný hross bætast í hópinn. 11. mynd. Glófext hryssa með nýkastað hestafolald sér við hlið og eldri son sinn, 3ja vetra geldingi sem gætti bróður síns vandlega. - A mere with her newborn colt and her 3 year old son who tookgood care ofhis brother. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.