Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
4. mynd. Rcmnsóknastöðvar þar sem togað var með bjáíkatrolli sumarið 2005. Stöðvar þar
sem sandrækja fannst eru sýndar með gulum deplum en á rauðmerktum stöðvum fannst
engin sandrækja. - Sampling sites in the summer of2005. Sites ivhere the brown shrimp
wasfound are marked with yellow points whereas red points indicate sites with no brown
shrimp.
leiran könnuð 1998, 2001 og 2004.
Haustið 2004 var mikið af rækju á
leirunni, sem síðar var greind sem
Crangon crangon, en rækja hafði þá
ekki fundist þar fyrr. Greinilega var
enn talsvert af sandrækju af ýmsum
stærðum á Blikastaðaleiru vorið
2005 (upplýsingar frá Agnari Ing-
ólfssyni).
Algeng um alla evrópu
Sandrækja er af hrossarækjuætt
(Crangonidae) og er hún algeng
með allri strönd meginlands Evr-
ópu, meðfram ströndum Bretlands-
eyja og allri strönd Noregs að
strönd Finnlands í Eystrasalti og
inn í Miðjarðarhaf og Svartahaf.
Hún er botnlæg og búsvæði hennar
er aðallega í fjörum og á grunnsævi
(0-50 m) með sendnum eða leir-
kenndum botni. Þéttleiki getur orð-
ið verulegur, eða allt að 60 einstak-
lingar á fermetra (í bjálkatroll).3
Rækjan lifir í 2-3 ár og getur orðið
rúmlega 8 cm að lengd. Rækjur af
þessari ætt eru auðgreindar frá öðr-
um rækjum á mjög stuttri trjónu.
Hún er gráleit með svörtum eða
dökkbrúnum þverröndum en hún
breytir auðveldlega um lit og lagar
sig að botngerðinni. Líffræði sand-
rækjunnar er ekki vel þekkt. Sumir
telja að hún sé tvíkynja, þ.e. hún
verði fyrst kynþroska karldýr á
lengdarbilinu 30-55 mm en breytist
síðan í kvendýr eftir að hún hefur
náð um 44 mm lengd.4 Aðrir telja að
rækjan sé einkynja að stórum hluta
og að karldýrin verði ekki stærri en
35 mm.5 Kvendýrið ber eggin í klasa
á kviðnum í 4-13 vikur, sem ræðst
af hitastigi sjávar, og getur fjöldi
þeirra náð allt að 4500. I Norðursjó
verður vart við kvendýr með egg í
rúmlega 10 mánuði á ári en fjöldi
þeirra er mestur yfir sumarið ann-
ars vegar og fyrrihluta vetrar hins
vegar. Þegar lirfur klekjast úr eggj-
unum leita þær til botns á nokkru
dýpi og lifa þar á smákrabbadýrum.
Þegar á líður leita þær síðan inn að
ströndinni í fæðuleit og í skjól fyrir
afræningjum.4
Mikilvægur HLEKKUR
í VISTKERFINU
Sandrækja er mikilvæg fæða fyrir
ýmsar tegundir þorskfiska og flat-
fiska auk margra fuglategunda.6 Sjálf
er rækjan mikilvirkur afræningi og
sækist aðallega eftir fisklirfum/-seið-
um og hryggleysingjum. Því hefur
samspil hennar og bráðar verið rann-
sakað mikið og sýna margar rann-
sóknir sterkt samband á milli afráns
sandrækju og nýliðunar á skarkola-
seiðum.7-8'9 Þá hefur verið sýnt fram á
að sandrækjan hefur áhrif á fjölda
ungra samloka.10 Ljóst er að sand-
rækjan getur haft töluverð áhrif á
samsetningu botndýralífs við strönd-
ina og því er mikilvægt að fylgst
verði með frekara landnámi hennar
hér og áhrifum þess á vistkerfið. Ætt-
ingi sandrækjunnar, hrossarækjan
(Crangon allmani (Kinahan, 1756)),
hefur fundist hér við land en hún lif-
ir á meira dýpi (20-250 m).u Þessar
tvær tegundir eru mjög líkar en gróf-
ir í skel á aftasta halalið þeirrar síðar-
nefndu greina þær að.12
Nytjar
Sandrækjan hefur lengi verið veidd
til manneldis og er nafnið „hrossa-
rækjuætt" rakið til þess að hér áður
fyrr fóru veiðarnar fram þannig að
hestum var beitt fyrir trollið og það
dregið í grunnum sjó þar sem ekki
var hægt að koma við báti. I dag er
aðallega notast við bjálkatroll við
veiðarnar. Arið 1950 voru veidd um
5 þúsund tonn af sandrækju í Evr-
ópu allri13 en veiðamar náðu há-
marki árið 2003 þegar landað var 32
þúsund tonnum og var aflaverð-
rnætið um 80 milljónir evra (um 6
milljarðar kr.).14 Mest er veitt í Norð-
ursjó og þá aðallega úti fyrir strönd-
um Hollands, Þýskalands og Dan-
merkur en einnig er rækjan veidd
lítilsháttar við Bretlandseyjar, Belg-
íu og Frakkland. Aflinn er flokkaður
á grind um borð í bátunum þannig
að um 90% af rækjunni fer í undir-
mál og þar með lifandi í sjóinn á ný
ásamt meðafla. Hvort sandrækja
41