Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 42
Náttúrufræðingurinn verði nýtt við ísland í framtíðinni er of snemmt að segja til um. KOMIN TILAÐ VERA? Fjarveru sandrækjunnar hingað til má rekja til einangrunar landsins. Hún virðist hafa borist hingað til- tölulega nýlega eins og að ofan greinir, hugsanlega með kjölvatni skipa. Sýni hafa verið send til DNA/DKS-greiningar í Hollandi og benda fyrstu niðurstöður til náins skyldleika við sandrækjur í Norð- ur-Evrópu. Sandrækjan er líklega ertn að nema hér búsvæði og miðað við kjörsvæði hennar og útbreiðslu norður eftir allri Evrópu má búast við að hún láti hér ekki staðar numið í Breiðafirði heldur haldi áfram að dreifa sér. Það gæti því orðið afar fróðlegt að fylgjast með útbreiðsl- unni næstu misserin. Sumarið 2006 er ætlunin að taka sýni allt í kringum landið og kortleggja útbreiðslu sand- rækjunnar enn frekar samhliða rann- sóknum á skarkolaungviði. Hitabreytingar Undanfarin ár hefur sandrækjuafli aukist í Norðursjó en minnkað að sama skapi sunnar, eða við strendur Frakklands og Belgíu. Jafnframt veiðist sandrækjan nokkru dýpra en áður og eru þessar breytingar raktar til hærri sjávarhita.14 Síðast- liðin 7-8 ár hafa orðið töluverðar breytingar á hita og seltu í Atlants- hafssjónum vestan við Island og hefur hitastig hækkað um tæplega eina gráðu.15 Á sama tíma hefur orð- ið vart við breytingar á útbreiðslu fisktegunda hér við land.16 Það er því freistandi að draga þá ályktun að hugsanlegur fundur sandrækj- unnar hér við land tengist þessum breytingum í sjónum. Jafnframt er ekki hægt að útiloka að rækjan hafi leynst hér á afmörkuðum svæðum í einhvern tíma og því ekki fundist við fyrri sýnatökur. I hlýindunum síðustu ár hafi hún svo náð sér hratt á strik og útbreiðsla hennar aukist. Hins vegar lifir sandrækjan við margbreytileg skilyrði og því ólík- legt að hún hverfi alveg þótt hita- stig sjávar lækki aftur. ENGLISH SUMMARY The brown shrimp Crangon crangon recorded in Icelandic waters The brown shrimp, Crangon crangon Linnaeus, 1758, is identified and recor- ded for the first time from the coast of Iceland. Its presence seems to be limited to the west coast of Iceland in densities of a few individuals per 100 m1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 to over 400 per m2. No specimens were found on the north coast. The brown shrimp is widely distributed along the coast of Europe from the Black Sea to the north of Norway and around the British Isles. The present record substantially extends the known geographical range of this species. HEIMILDIR 1. Einar Hjörleifsson & Jónbjöm Pálsson 2001. Settlement, growth and mortality of 0-group plaice (Pleuronectes platessa) in Icelandic waters. Joumal of Sea Research 45. 321-324. 2. Agnar Ingólfsson 1999. The macrofauna of the tidal flats at Blikastaðir, south-westem Iceland, during a 27-year period. Rit Fiskideildar 16.141-154. 3. Beukema, J.J. 1992. Dynamics of juvenile shrimp Crangon crangon in a tidal-flat nusery of the Wadden Sea after mild and cold winters. Marine Ecology Progress Series 83. 157-165. 4. Boddeke, R., 1989. Management of the brown shrimp (Crangon cran gon) stock in Dutch coastal waters. Bls. 35-62 í Marine invertebrate fisheries: their assessment and management (ritstj. J.F. Caddy). Wiley. 5. Martens, E. & F. Redant 1986. Protandric hermaphroditism in the brown shrimp, Crangon crangon (L.), and its effects on recruitment and reproductive potential. ICES C.M.1986/K:37. 6. ICES1996. Report of the Working group on Crangon fisheries and life history. ICES C.M.1996/K:4. 7. Van der Veer, H.W. & M.J.N. Bergman 1987. Predation by crustaceans on a newly settled 0-group plaice Pleuronectes platessa population in the westem Wadden Sea. Marine Ecology Progress Series 35.203-215. 8. Van der Veer, H.W., A.J. Geffen & J.I.J. Witte 2000. Exceptionally strong year classes in plaice Pleuronectes platessa: are they generated during the pelagic stage only, or also in the juvenile stage? Marine Ecology Progress Series 199. 255-262. 9. Gibson, R.N., L. Robb, H. Wennhage & M.T. Burrows 2002. Ontogenetic changes in depth distribution of juvenile flatfishes in relation to predation risk and temperature on a shallow-water nursery ground. Marine Ecology Progress Series 229. 233-244. 10. Hiddink, J.G., Kock, R.P. & W.J. Wolff 2002. Active pelagic migrations of the bivalve Macoma balthica are dangerous. Marine Biology 140. 1149-1156. 11. Stephensen, K. 1939. Crustacea Decapoda. The Zoology of Iceland, Volume III, Part 25. 12. Enckell, P.H. 1980. Kráftdjur. Bokförlaget Singum i Lund. 13. ICES 2001. Report of the Working Group on Crangon Fisheries and Life History. ICES C.M.2001/G:10. 14. ICES 2005. Report of the Working Group on Crangon Fisheries and Life History. ICES C.M.2005/G:01. 15. Héðinn Valdimarsson & Steingrímur Jónsson 2004. Area 3. Icelandic waters. Viðauki í: Report of the Working Group on Ocean Hydrography. ICES CM 2004/C:06. 99-103. PÓST-OG NETFÖNG HÖFUNDA Bjöm Gunnarsson bjogun@hafro.is Þór Heiðar Ásgeirsson thoras@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagötu 4 IS-101 Reykjavík UM HÖFUNDA IBjöm Gunnarsson stundaði nám við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð og lauk þaðan MS-prófi í sjáv- arlíffræði 1994. Hann nam umhverfisfræði við sama skóla 2003-2004. Hann hefur starfað sem sérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnuninni frá árinu 1994. Þór Heiðar Ásgeirsson lauk MS-prófi í sjávarvist- fræði frá Massachusetts-háskólanum í Boston í Bandaríkjunum 1992. Hann hefur starfað sem sér- fræðingur á Hafrannsóknastofnuninni frá 1998 og sem aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna frá 1999. 42

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.