Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 43
Örnólfur Thorlacius Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Samþróun Þróun kemur oft fram í samkeppni milli einstaklinga eða stofna innan tegundar, þar sem val náttúrunnar ryður hinum slakari úr vegi þeirra sem betur mega sín í lífsbaráttunni. En oft er afkoma einnar tegundar komin undir velferð annarrar, jafn- vel svo mjög að útrýming einnar dregur aldauða annarrar með sér. Um þessa samþróun þekkjast mörg dæmi, og aðeins örfá þeirra verða rakin hér. Charles Darwin veitti snemma athygli sambandinu á milli líkamsgerðar ákveðinna skordýra og lögunar blómanna sem þau sóttu hunangslög í sér til matar. í Uppruna tegundanna (1859) bendir hann á að það eru yfirleitt humlur (hunangsflugur) sem flytja frjóduft á milli blóma rauðsmára. Ef allar humlur hyrfu þyrfti rauðsmárinn á nýjum frjóbera að halda ef hann ætti ekki líka að deyja út. Eiginlegar býflugur, svo sem alibý, hefðu styttri tungu en humlur, en þær sem lengsta hefðu tunguna gætu náð niður í blómbotn rauðsmárans og hlotið æma umbun, þar sem þær væru nú einar um hituna en ekki lengur í samkeppni við humlur. Smám saman myndi val náttúr- unnar lengja tungur býflugnanna, jafnframt því sem blóm rauð- smárans breyttust í þá veru að býflugumar næðu betur niður í þau. Bellibrögð BRÖNUGRASANNA Darwin fylgdi þessari athugun svo eftir með rannsókn á fjölda tegunda af brönugrösum og samspili þeirra og skordýranna sem flytja frjó þeirra á milli blóma. Þessu lýsti hann í riti, sem ber hið langa heiti The Various Contrivances by Which British and Foreign Orchids Are Fertilized by Insects, and on the Good Effects of Intercrossing (1862). Darwin lýsir til dæmis furðulegu blómi á suðuramerísku brönugrasi, Catasetum saccatum, sem geymir fijóduftið í pokum. Þegar skordýr kemur að blóminu í leit að hunangs- legi, sest það á ummyndað krónu- blað sem stendur út úr blóm- krónunni (b á 1. mynd). A leið sinni rekst skordýrið á fálmara eða þreifi- arm (an á myndinni) sem verkar eins og gikkur, svo frjóduftspokinn þeytist frá blóminu og hafnar á baki kvikindisins. Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 43-50, 2006 43

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.