Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 45
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
hægt að útrýma einum skæðasta
smitsjúkdómi nútímans, malaríu,
sem berst á milli manna (og dýra)
með biti ákveðinnar moskítóflugu.
Nú sáu menn sér leik á borði: Með
eitrinu átti að útrýma flugunni og
þar með malaríunni.
í upphafi gekk allt að óskum:
Eitrið stuðlaði að aukinni uppskeru
og bjargaði mörgum mannslífum. A
árunum 1941 til 1976 voru fram-
leiddar 4Vi milljón lestir af DDT, sem
er meira en pund fyrir hvert
mannsbam er nú lifir á jörðinni. Þar
sem DDT var í senn máttugt og
ódýrt, settu bændur traust sitt á það
og lögðu af gamaldags aðferðir við
að hemja meindýr, svo sem að velja
útsæði af þolnum stofnum plantna.
Skordýrin snúast til vamar
Arið 1947 uppgötvuðu sænskir
dýrafræðingar húsflugur sem DDT
vann ekki á og brátt komu víðar í
ljós þolnar húsflugur og önnur skor-
dýr af sífellt fleiri tegrmdum. Árið
1992 var fjöldi þeirra tegunda skor-
dýra sem vitað var að þoldu DDT
kominn yfir 500 og síðan hefur þeim
drjúgum fjölgað. Fyrstu viðbrögð
bænda voru að auka eiturmagnið,
og þegar í ljós kom að það dugði
ekki til var gripið til nýrra gerða af
skordýraeitri.
Síðan hefur óslitið staðið styrjöld
milli manna og skordýra: Jafnharð-
an og eldra eiturefni bregst, fram-
leiða efnafræðingar nýtt og skor-
dýrin bregðast þannig við þessu að í
stofnum þeirra breiðiast út stökk-
breytingar sem veita aukið þol gegn
nýja efninu. Yfirleitt sækist skor-
dýrunum betur en efnafræðingun-
um að koma fram með nýja eitur-
gerð, enda hafa mennirnir tapað
þessu stríði. í Bandaríkjunum einum
er beitt meira en tveimur milljón
tonnum af eitri gegn meindýrum ár
hvert, sem er 20 sinnum meira en
notað var 1945. Og þótt sum nýjustu
lyfin séu um hundraðfalt eitraðri en
þau sem þá voru notuð, hefur
hlutfallið af uppskeru sem rýmar
vegna ásóknar skordýra nær tvöfald-
ast á þessum sextæíu árum - aukist
úr sjö prósentum upp í þrettán.
3. mynd. Feðgarnir Edmund Brodie yngri og eldri rannsaka samþróun eitraðrar sala-
möndru og slöngu.3
4. mynd. Þessir páfagaukar hafa étið fræ með strikníni, öflugu eitri. Þeir gleypa svo
heilmikið afleir, sem bindur eitrið oggerir það óskaðlegt. Myndin er tekin áfljótsbakka
í Perú.1
Þetta verður einkum skýrt með
hæfni skordýranna til að laga sig að
eiturefnunum, en við það bætist að
eiturúðun drepur í mörgum til-
vikum náttúrlega fjendur meindýr-
arrna, svo sem maríubjöllur, er halda
blaðlúsum í skefjum (5. mynd), og
býflugur og önnur skordýr sem færa
frjókom milli nytjaplantna.
Hvemig breytast skordýrin?
Þegar akur er í fyrsta sinn úðaður
með eitri drepast flest skordýrin.
Nokkur tóra vegna þess að þau fá
ekki banvænan skammt en önnur
komast af vegna stökkbreytinga sem
auka þol dýranna við eitrinu. Svona
tilviljunarkenndar stökkbreytingar,
45