Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 46
Náttúrufræðingurinn 5. mynd. Maríubjalln. (Whitefield, Philip 2003. Dýraalfræði heimilanna. Skjald- borg.) sem breyta efnaskiptum dýranna, koma stöku sinnum fram á öllum tímum, en meðan ekkert var eitrið voru þær trúlega fremur til óhag- ræðis og eyddust úr stofnunum við náttúruval. A móti kemur að stökk- breytingarnar endumýjast, svo jafnan er eitthvað af stökkbreyttum kvikindum í öllum stofnum. Með til- komu eitursins verða þau allt í einu hæfari en óbreyttu dýrin og breiðast út á kostnað þeirra. Uðunin eyðir líka sníklum og rándýrum sem áður héldu meindýrunum í skefjum. Þegar þolnu afbrigðin tímgast inn- byrðis safnast sífellt fleiri stökk- breytingar í afkomendur þeirra, sem þola þar með æ betur eitrið. Viðbrögð bóndans eru að verja auknu fé í ný eyðingarlyf og raska jafnvægi í náttúrunni að sama skapi meir. Aukaverkanir eiturefnanna Ekki er nóg með það að eiturhemað- urinn veki upp herskara þolinna meindýra. Lyfín eyða sem fyrr segir náttúrlegum fjendum meindýranna - og býflugum og öðmm nytjaskor- dýrrnn, sem færa frjóduft á milli blóma, og þau drepa líka ánamaðka og fleiri jarðvegsdýr, sem breyta leifum lífvera í frjóa gróðurmold. Upphaflega var talið að DDT væri óskaðlegt hiyggdýmm, og þar með mörtnum. Löngu er ljóst orðið að svo er ekki og sum nýrri eiturefnin, sem beitt er þar sem DDT bregst, eru til muna háskalegri. Efnin safnast fyrir í fæðukeðjum (6. mynd): Dýr sem lifa á skordýrum safna í sig eitri langt umfram það sem finnst í vefjum skordýranna, og efnin þjapp- ast enn meir saman í dýrum sem veiða þessi dýr, svo sem í ránfuglum er lifa á fuglum sem nærast á skor- dýrum. Þetta dregur meðal annars úr frjósemi ránfuglanna. Skumin á eggjum þeirra getur til dæmis orðið svo þunn að eggin brotni undan þunga foreldra sem á þeim liggja. Menn sem starfa við úðun í landbúnaði verða stundum illa úti og látast jafnvel vegna eitrunar af völdum eyðingarlyfja, og grunur leikur á - að vísu óstaðfestur - að þau eigi þátt í að kalla fram ákveðn- ar gerðir krabbameins. Getur erfðatæknin hjálpað? Nú eru komnar fram erfðabreyttar nytjaplöntur, svo sem baðmull, maís og kartöflur, þar sem skeytt hefur verið inn í litning í plöntunum geni úr bakteríu, Bacillus thuringiensis, sem lifir í jarðvegi og leggst á ýmis skordýr. Þetta innskotsgen, auð- kennt Bt, stýrir myndun náttúrlegs skordýraeiturs í plöntunum sem drepur meindýr er ráðast á þær (7. mynd). Um fjörutíu ára reynsla er fengin af þessu eitri. Eyrir daga erfða- breyttu plantnanna var það unriið úr bakteríunum og því úðað yfir ræktarlönd af ýmsu tagi. Það er óskaðlegt spendýrum og sundrast fljótt í sólarljósi. Bandaríkjamenn rækta nú erfða- breyttar plöntur með Bf-genum á átta milljón hekturum lands. Ev- rópumenn fara sér hægar í þessu efni og telja að þörf sé á frekari ramv sóknum, að enn sé ekki fullreynt hvort einhverjar háskalegar auka- verkanir eigi eftir að koma fram við ræktun þessara nýju afbrigða. Þau gætu kallað fram ofnæmi eða spillt heilsu neytenda á annan hátt, auk þess sem erfðabreyttu plöntumar kynnu að blandast náttúrlegum, villtum plöntum. Þannig gætu til dæmis Bf-gen sloppið inn í litninga einhvers illgresisins. Augljós hætta er á því að Bf- plöntur breyti mieindýrum við sam- þróun. Hugsum okkur bændur sem ræktuðu aðeins baðmull með Bf- 6. mynd. Eiturefni, svo sem DDT (bláu dílarnir), sem lífverur losa sig illa við (örvarnar), safnastfyrir í dýrum ofarlega ífæðukeöjunum.2 46 i

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.