Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 51

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 51
Hjálmar R. Bárðarson Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags HAFÍSINN Upprifjun og nánari kynni Allt frá upphafi landnáms norænna manna á Islandi hefur hafisinn komið við sögu. Öll þekkjum við frá bernsku frásögnina um Hrafna-Flóka Vilgerðarson, sem nam land í Vatnsfirði. „Þá var fjörðurinn fullur afveiðiskap og gáðu þeir eigi fxjrir veiðunum að fá heyjanna og dó allt kvikfé þeirra um veturinn. Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp áfjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð jullan afhafísum; því kölluðu þeir landið ísland, sem það hefur síðan heitið" (1. mynd). Ekki er að undra þá nafngift ef þeir hafa horft yfir Steingrímsfjörð fullan af hafís eins og á 2. mynd. Fyrshi norrænu landnámsmenn íslands hafa þannig strax komist í kynni við hafísinn, sem skáldin hafa síðan gefið nafnið „landsins forni fjandi". Þó mun hafís ekki hafa verið mikill skaðvaldur fyrstu aldir Islandsbyggðar. Þá er talið að verið hafi almenn velmegun. En er frá leið hófst tímabil mikilla eldgosa sem ollu mannskaða og tjóni og hafþök hafíss urðu tíðari. Sögulegar heimildir um hafísinn við Island eru mjög misjafnar. Heimildir sem afla má með lestri á persónusögum eru eðlilega tak- markaðar. Þær skýra eingöngu frá veðurfari og hafís í sambandi við ákveðna atburði. Annálar eru því mikilvægari heimildir um tíðni og magn hafíss frá ári til árs, þótt sjaldnast séu þeir orðmargir. Til dæmis ár 1371: „Hallæri allmikið og vetur harður". Ár 1374: „Vetur svo lmrður og vor, að enginn mundi þvílíkt norðanlands". Ár 1375: „Vetur svo góður að enginn mundi þvílíkan". Ein besta almenna lýsing hafíss frá fyrri öldum mun vera í íslandslýsingu Odds Einarssonar, sem hann skrifaði á latínu um 1590. Þar segir meðal artnars: ... „og ísinn verður landfastur og hráslagakuldi leggst yfir" (3. mynd). Á 17. öld fara annálar að greina nánar frá hafískomum við Island og eftir það munu ritaðar heimildir allsannfróðar um það efni. Eiginlegur hafís myndast þegar efsta lag sjávarins frýs. Borgarís, sem stundum berst með hafísnum, er á norðurhveli jarðar aðallega kominn frá hjamjöklum Grænlands. Borgar- ísinn (4. mynd) er þannig til orðinn á landi sem snjór er fallið hefur á jökul ár eftir ár og orðið að ís undir jökulfargi. Skriðjöklar skila þessum ís til sjávar, og þegar sjórinn lyftir sporði þeirra upp brotnar hann af og flýtur á haf út. Til er þriðja megingerð íss á hafinu, svonefndar íseyjar. í norðurfjörðum Grænlands og norðan við Ellesmere-eyju er á sjónum þykk landföst íshella, sem er bæði í ætt við sjávarís og landís. Ofan á uppruna- legan sjávarís, sem ekki bráðnar að sumri til, hleðst ár eftir ár hvert snjólagið ofan á annað og verður að ís undir fargi á sama hátt og á jökli. Þessi íshella verður því mjög þykk og er mestmegnis ferskvatnsís. Þegar slík íshella gengur út frá land- 1. mynd. Minnismerki í Vatnsfirði um Flóka Vilgerðarson, er nefndi landið ísland. - Monument in memory of the settler Flóki Viigerðarson zvho gave Iceland its name. Ljósm./photo: Hjálmar R. Bárðarson. Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 51-55, 2006 51

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.