Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 52
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Steingn'msfjörður fullur af hafís 8. maí 1969. - Steingrímsförður. The fjord isfull of drift ice May 8, 1969. Ljósm./photo: Hjálmar R. Bárðarson. svæðum og er að mestu leyti á floti, er hún nefnd jökulþilja. íseyjar verða til þegar hlutar brotna úr henni og fara á rek um norðurheimskauts- svæðið. Iseyjamar geta oft verið 50 metra þykkar og em þá um 5 m ofan- sjávar. Sennilega er stærsta íseyjan sem fundist hefur til þessa nálægt 1.000 ferkílómetrar að flatarmáli. íseyjar em tiltölulega sléttar að ofan en geta þó verið með nokkm „lands- lagi" og heitið íseyja er því réttnefni enda var í fyrstu haldið að um raunverulegar eyjar væri að ræða. Is- eyjamar em langlífari en borgarís- jakar, enda eru heimkynni þeirra hagstæðari til varðveislu meðan þær rekur um norðurheimskautssvæðið. Alkurtna er að hafsvæði frjósa seinna en stöðuvötn. Ástæðan er að nokkru leyti sú að í ólagskiptum sjó dreifist varminn niður á meira dýpi en í stöðuvatni og að nokkru veldur þessu selta sjávarins. Gerð sjávaríss er breytileg eftir ytri aðstæðum, svo sem seltu, hita- stigi loftsins, vindi og hversu hröð ísmyndunin verður. Allur sjávarís myndast úr hreinum ískristöllum, sem umlykja mikinn fjölda af smá- holum sem í er saltlögur. Ef ísmynd- unin er hröð verður tiltölulega mikið af saltlegi í ísnum. Eftir því sem meira frýs af vatninu í þessum saltlegi verður vökvinn sem eftir er sterkari. Hann verður um leið eðlisþyngri og leitar niður úr ísnum, bæði undan eigin þyngd og í átt til hærra hitastigs. Þessar pækilrásir má sjá ef að er gáð í hafísjökum sem strandað hafa. Seltuminnkunin í yfirborði sjávar- íss verður hraðari við hærra hitastig og mjög hröð þegar hitastigið nálg- ast bræðslumark íssins. I íshrönnum ofan á ársgömlum sjávarís er selta orðin svo lítil að hann má bræða til drykkjar. Þessa staðreynd færa leið- angursmenn á sjávarís sér í nyt, en lífsreynsla Eskimóa hafði fyrir langa löngu kennt þeim þessi hagnýtu fræði. Seltumagn í nýmynduðum sjávar- ís er annars mest háð lofthitanum 52 1

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.