Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 56
Náttúrufræðingurinn RlTFREGN: Uppruni tegundanna eftir Charles Robert Darwin Árið 2004 kom í fyrsta sirtn út í íslenskri þýðingu bók Charles Roberts Darwins, Uppruni tegundanna, en bókin var fyrst gefin út í Bretlandi árið 1859. Guðmundur Guðmundsson þýddi bókina, sem gefin er út í tveimur bindum í bókaflokknum Lær- dómsrit Bókmenntafélagsins og er þýðingin lipur og læsileg. Því ber sérstaklega að fagna að bókin er nú loksins orðin aðgengileg breiðum hópi lesenda hér á landi, tæpum 150 árum eftir fyrstu útgáfu hennar. Því hefur verið haldið fram að Uppruni tegundanna sé líklega minnst lesna best þekkta bók veraldar og einnig að flestir lesendur bókarinnar í dag séu ekki áhugamenn um náttúru- fræði heldur frekar enskunemar eða áhugamenn um vísindasagnfræði. Það er hins vegar ljóst að bókin á fullt erindi við þá sem áhuga hafa á líf- fræði, jarðfræði og skyldum greinum. Ömólfur Thorlacius skrifar ágætan inngang að bókinni þar sem hann víkur bæði að efni hennar og áhrifum á sögu 19. og 20. aldar. Uppruni tegundanna hefur verið nefnd áhrifa- mesta bók sem skrifuð hefur verið á síðustu þúsund árum. Fyrir ritunar- tíma bókarinnar var búið að breyta heimsmynd vestrænna manna og jörðin var ekki lengur flöt eða mið- punktur heimsins, en með Uppruna tegundanna tapaði maðurinn stöðu sinni sem kóróna sköpunarverksins. Ólíkt öðrum mikilvægum kenningum í raunvísindum hefur þróunar- kenningin mótað lífsskoðanir margra manna. Ömólfur segir í lokaorðum inngangsins að andstöðu við þróunar- kenninguna gæti nær eingöngu hjá „ofstækisfullum minnihluta þeirra manna sem hallast að trúarlegri túlkun á uppruna og eðli heimsins". Ég held að þessa ályktun megi vefengja. Þótt þróun lífsins hafi verið viðurkennd meðal flestra vísinda- 56 manna í yfir hundrað ár eru þeir margir sem draga þróunarkenning- una í efa. Trúaðir eru vissulega áberandi meðal efasemdarmanna, en afstaða þeirra er þó mjög breytileg. Þannig samþykkti Jóhannes Páll II. páfi þróunarkenninguna að vissu marki árið 1996 en hins vegar töldu um 45% Bandaríkjamanna í skoðana- könmm Gallups árið 2001 að Guð hefði skapað manninn einhvem tíma á síðustu tíuþúsund árum. Einnig er spuming hversu viðurkennd þróunar- kenningin er t.d. meðal múslima. Um- ræðan um vitsmunalega hönnun, sér- staklega í Bandaríkjunum og jafnvel í auknum mæli hér á landi, sýnir að það er töluverð vanþekking á þróunar- fræði og vísindum almennt. í Uppruna tegundanna færir Darwin rök fyrir kenningu sinni um þróun lífsins. Þróun megi rekja til náttúru- legra orsaka þar sem engrar guðlegrar tilvistar sé þörf. Lífverur og eiginleikar þeirra hafi mótast af náttúrulegu vali sem hafi í tímans rás leitt til mismunandi aðlögunar og ólíkra tegunda. Darwin útskýrir þetta ferli og tínir til fjölmörg dæmi máli sínu til stuðnings, bæði úr eigin rannsóknum og athugunum annarra. Meðal helstu dæma em athuganir á steingervinga- sögu, flokkunarfræði og ýmiskonar samanburður á lífverum, líflandafræði og beinar athuganir á þróunar- breytingum. Rök þessi eru í stórum dráttum svipaðs eðlis og notuð eru í dag en hafa verið staðfest og útfærð með aukinni þekkingu og ekki síst nýjum uppgötvunum á sviði erfða- fræði og sameindalíffræði. Darwin kemst vel frá efninu þar sem hann fjallar um eiginleika sem hann skilur ekki, svo sem um erfðir. Mendel kynnti ekki rannsóknir sínar fyrr en 1865 og þær vöktu ekki almenna athygli fyrr en eftir aldamótin 1900 og svo virðist sem Darwin hafi aldrei áttað sig á merkingu þeirra. En í umræðunni um erfðir er Darwin, eins og reyndar víða í textanum, varkár og hógvær og setur fram spumingar sem enn eru jafnvel tilefni rannsókna. I fróðlegri og skemmtilegri bók eftir Steve Jones, Darwins Ghost, er Uppruni tegundanna uppfærð með lýsingu á stöðu þessara mála í dag og má vel mæla með þeirri bók sem viðbótar- lestri. Ein helstu rök andstæðinga þróunarkenningarinnar á tímum Darwins tengdust því hvemig mætti útskýra að því er virðist fullkomna aðlögun eiginleika sem þjóna ákveðnu hlutverki, líkt og t.d. augu. Slíkar kenningar hafa náð fylgi á ný í formi trúarkenninga um vitsmunalega hönnun. Þeir sem aðhyllast slíkar sköpimarkenningar telja að rétt eins og hnífurinn sé búirtn til af manni, svo við getum notað hann, hljóti augað að hafa verið búið til af einhverjum svo við gætum séð og eyrað svo við mættum heyra. Algóður Guð eigi þannig að hafa hugsað fyrir öllu og útbúið okkur með það sem við þurfum, í því sem heimspekingurinn Leibniz kallaði „besta heim allra mögulegra heima", frasa sem Voltaire notaði í Birtingi og gerði óspart gys að. En ef tilvist vel heppnaðrar aðlögimar er merki um góðan hönnuð, hljóta þá ekki eiginleikar sem eru illa heppnaðir að vera dæmi um lélegan hönnuð? Þannig eru fjölmargir eiginleikar lífvera aðeins vitnisburður um að þeir hafi þjónað einhverju hlutverki meðal forveranna en séu algerlega gagns- lausir í dag. Tegundir hafa orðið aldauða vegna samkeppni, afráns og sníkjudýra, slík afdrif benda ekki til vel meinandi skapara. Þamúg benti Darwin á grimmilegar afleiðingar sníkjudýra á líf hýsla og tók sem dæmi lirfur smkjuvespa sem éta hýsla sýna upp innan frá. J

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.