Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 28
Ævar Petersen 1998. íslenskir fuglar. Vaka- Helgafell, Reykjavík. Greinin er ennfremur byggð á munnlegum skýrslum Ágústs Magnússonar skipstjóra sem höfundur fékk í Neskaupstað og Reykjavík á árunum 1983-1995. Frá R.ITSTJÓRA Grein þessa skrifaði Pétur Gautur Kristjáns- son, lögmaður, á árinu 1996 en sendi hana til Náttúrufræðingsins tveimur árum síðar. Af ýmsum ástæðum dróst birting hennar úr hömlu en höfundurinn lést í desember 1999. Greinin er nú birt að höfðu samráði við son Péturs, Gylfa Gaut Pétursson. I greininni korna fram athyglisverðar upplýsingar sem ekki hafa birst áður á prenti. Pétur leiðir sterk rök að því að villtar bjargdúfur verpi eða hafi orpið á Austurlandi. Hann bendir réttilega á að bjargdúfur/húsdúfur hafa ekki hlotið náð fyrir augum þeirra sem samið hafa bækur um íslenska fugla. Ýmsir fuglaskoðarar hafa hins vegar búið yfir margvíslegri vitneskju um dúfur á íslandi án þess að deila þeirri vitneskju með þjóðinni. Einnig má geta þess að dúfna er getið í ýmsum óaðgengilegum heimildum og til dæmis kemur fram í skýrslu Hins íslenska náttúrufræðifélags að dúfur hafi lagst út og orpið í Heimaey fyrir 1940. Þá var í Fréttabréfi fuglaverndarfélagsins (nr. 17 í febrúar 1996) skýrt frá dúfnavarpi á Austurlandi. Loks hafa þeir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Gunnlaugur Pétursson og Jóhann Óli Hilmarsson ljallað unt dúfur á Suðvesturlandi í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar (nr. 25, útg. í febrúar 1994). 26

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.