Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 41
2. mynd. Útbreiðsla rauðberjalyngs, Vaccinium vitis-idaea, á íslandi; rauðir punktar sýna staðfesta fundarstaði, rauðir hringir slœðinga í skógrœktarreitum og bláir þríhyrningar óstaðfesta fundarstaði. Náttúrufræðistofnun Islands 2000. Berufjarðar (2. mynd). Svo virðist sem lyngið sé talsvert að breiða úr sér á sumum þeirra staða þar sem það hefur fundist. Skýrist það væntanlega af minna beitarálagi en áður var. Eg hef skoðað rauðberjalyng á vaxtar- stöðurn þess á Austurlandi og einkum fylgst með viðgangi þess í Ormsstaðafjalli í Breiðdal frá 1966 að telja. Öðru hverju á þessu tímabili hafa þar myndast stöku berjavísar á lynginu, fölgrænir eða nærri hvítir, en ég hef ekki séð þá ná fullum þroska fyiT en haustið 2000 og þá seinni hluta september. 1 Reyðarfirði og á Fossárdal voru rauðberin einnig vel þroskuð er leið á haustið 2000. A Fossárdal virðist einhver blómgun nær árviss og þar fékkst metuppskera eitt sinn á níunda áratug aldarinnar. Rauðber hérlendis virðast vera á stærð við krækiber; fullþroskuð eru berin rauð, eins og nafnið segir til um, súr en ekki safarík og þola vel geymslu. Hálfþroskuð ber eru nánast tvílit, rauð sólarmegin en ljós á hitt borðið. Rauðber eru víða nytjuð erlendis, einkum til sultugerðar, og hér á landi hefur um áratugi fengist innflutt gómsæt „týtu- berjasulta“ í verslunum. í Breiðdal eystra og á Fossárdal í Berufirði tíndu heimamenn dálítið af rauðberjunt síðastliðið sumar til sultugerðar og heyrt hef ég að þau hafi verið nytjuð öðru hverju fyrr á 20. öldinni, m.a. á Fossárdal. Rauðberjalyng og hálfþroskuð ber hafa þar einnig verið notuð smávegis til skreytinga. Geta má þess að haustið 2000 fékk ég ábendingu frá Þuríði Björnsdóttur, sem nú á heima á Akureyri, þess efnis að rauðberja- lyng kunni að vaxa innarlega í Steingríms- firði á Ströndum, en þar átti Þuríður heirna í æsku. Eftir er að ganga úr skugga um hvort rétt reynist. Sigrún Steinsdóttir í Döluni í Fáskrúðsfirði hefur einnig greint mér frá því nýlega að hún og systur hennar telji sig hafa fundið rauðberjalyng inni á Daladal. Félli sá staður vel innan þekktra útbreiðslumarka tegundarinnar á Austfjörðum. Vafalítið á rauðberjalyng eftir að koma í leitirnar víðar á landinu og gerðu menn rétt í að láta rann- sóknastofnanir vita, telji þeir sig hafa rekist á þennan sjaldgæfa kvist í íslenskri flóru. 39

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.