Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 41
2. mynd. Útbreiðsla rauðberjalyngs, Vaccinium vitis-idaea, á íslandi; rauðir punktar sýna staðfesta fundarstaði, rauðir hringir slœðinga í skógrœktarreitum og bláir þríhyrningar óstaðfesta fundarstaði. Náttúrufræðistofnun Islands 2000. Berufjarðar (2. mynd). Svo virðist sem lyngið sé talsvert að breiða úr sér á sumum þeirra staða þar sem það hefur fundist. Skýrist það væntanlega af minna beitarálagi en áður var. Eg hef skoðað rauðberjalyng á vaxtar- stöðurn þess á Austurlandi og einkum fylgst með viðgangi þess í Ormsstaðafjalli í Breiðdal frá 1966 að telja. Öðru hverju á þessu tímabili hafa þar myndast stöku berjavísar á lynginu, fölgrænir eða nærri hvítir, en ég hef ekki séð þá ná fullum þroska fyiT en haustið 2000 og þá seinni hluta september. 1 Reyðarfirði og á Fossárdal voru rauðberin einnig vel þroskuð er leið á haustið 2000. A Fossárdal virðist einhver blómgun nær árviss og þar fékkst metuppskera eitt sinn á níunda áratug aldarinnar. Rauðber hérlendis virðast vera á stærð við krækiber; fullþroskuð eru berin rauð, eins og nafnið segir til um, súr en ekki safarík og þola vel geymslu. Hálfþroskuð ber eru nánast tvílit, rauð sólarmegin en ljós á hitt borðið. Rauðber eru víða nytjuð erlendis, einkum til sultugerðar, og hér á landi hefur um áratugi fengist innflutt gómsæt „týtu- berjasulta“ í verslunum. í Breiðdal eystra og á Fossárdal í Berufirði tíndu heimamenn dálítið af rauðberjunt síðastliðið sumar til sultugerðar og heyrt hef ég að þau hafi verið nytjuð öðru hverju fyrr á 20. öldinni, m.a. á Fossárdal. Rauðberjalyng og hálfþroskuð ber hafa þar einnig verið notuð smávegis til skreytinga. Geta má þess að haustið 2000 fékk ég ábendingu frá Þuríði Björnsdóttur, sem nú á heima á Akureyri, þess efnis að rauðberja- lyng kunni að vaxa innarlega í Steingríms- firði á Ströndum, en þar átti Þuríður heirna í æsku. Eftir er að ganga úr skugga um hvort rétt reynist. Sigrún Steinsdóttir í Döluni í Fáskrúðsfirði hefur einnig greint mér frá því nýlega að hún og systur hennar telji sig hafa fundið rauðberjalyng inni á Daladal. Félli sá staður vel innan þekktra útbreiðslumarka tegundarinnar á Austfjörðum. Vafalítið á rauðberjalyng eftir að koma í leitirnar víðar á landinu og gerðu menn rétt í að láta rann- sóknastofnanir vita, telji þeir sig hafa rekist á þennan sjaldgæfa kvist í íslenskri flóru. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.