Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 47
Lyne.) sem ungar eru í honum, og loks eru kvendýr sumra pokadýra poka- laus, til dæmis poka- snjáldrurnar og ýmsar posur í S-Ameríku og maurapokinn í Ástralíu. Pokadýr hafa frum- stæðari heila en fylgjudýr; til dærnis vantar sem l'yrr segir í hann hvelatengsl og heilinn er allur rýrari, stundum um helmingi léttari en í jafnstóru fylgjudýri. Þessa sjást merki í hegðun pokadýra: Þau gefa til dæmis frá sér rnjög fábreytileg hljóð, og hjarðdýr, svo sem ýmsar kengúrur, virðast ekki lúta stjórn neins forystudýrs. Raunar finnast vart merki félags- hegðunar hjá poka- dýrum, jregar undan eru skilin samskipti karl- og kvendýra um fengitíma. Pokadýr eru afar breytileg að stærð og lögun. Algengt er að afturlimir séu lengri en framlimir. Pokamýs af tegundinni Planigale ingrami verða ekki nema um 10 cm langar - af því er rófan nærri helmingur - og vega aðeins 5 grömm. Aftur á móti verða uppréttar rauð- og grákengúrur nærri tveir metrar á hæð, þriggja rnetra langar frá trýni aftur á rófubrodd og allt að 90 kg. Sum útdauð pokadýr voru enn stærri. Pokafíll, Diprotodon optatum, var að vísu hvorki jafnstór og fíll né líkur honum að líkamsgerð en samt vænsta skepna, á stærð við nashyrning eða um 4 m að lengd og 3 m á herðakamb. Höfuðið eitt var nærri eins metra langt. Pokafíllinn, sem var grasbítur, lifði á meginlandi Ástralíu seint á jökultíma og fram á nútíma. Afleifum íjarðlögum ráða menn að hann hafi enn lifað þegar frum- byggjar álfunnar námu þar land. Upprun! Elstu steingervingar, sem með vissu eru af pokadýrum, eru frá Norður-Ameríku, meira en 100 milljón ára, frá krít, síðasta tímabili miðlífsaldar. Þá voru Ameríka, Antarktíka og Ástralía hlutar sama meginlands. Sumir telja að pokadýrin séu upprunnin í N-Ameríku og hafi ferðast þaðan yfir S-Ameríku og Antarktíku til Ástralíu. Aðrir hallast að því að fyrstu pokadýrin hafi þróast í Ástralíu og þaðan hafi leiðin legið í hina áttina, til Ameríku. Löngum var talið að pokadýrin hefðu í aldanna rás látið í minni pokann fyrir fylgju- dýrum í Evrópu og N-Ameríku en haldið sínu í S-Ameríku og Eyjaálfu. En sennilega hafa- pokadýrin aldrei verið til muna 45

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.