Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 53

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 53
11. mynd. Virginíuposa, Didelphis virginiana, með unga. Kortið sýnir útbreiðslu tegundarinnar í N-Ameríku. (Nowak 1990. Utbreiðslukortið er úr The Audubon Society Field Guide to North American Mammals. New York 1980.) VlRGINÍUrOSA Af liðlega 80 tegundum pokadýra sem lifa í Mið- og Suður-Ameríku eru 7 af poka- snjáldruætt, Caenolestidae. Hinar, einar 75, eru posur eða ameríkupokarottur af ættinni Didelphidae (sjá 7. mynd). Hér verður aðeins lýst stærstu posunni, virginíuposu, Didelphis virginiana (11. mynd), sem jafnframt er eina pokadýrið í Norður-Amen'ku. Flestir steingervingar af hinum fyrstu pokadýrum hafa fundist í N-Ameríku, enda telja sumir fræðimenn að þau séu upprunnin þar, sem fyrr segir. Landtengslin við S- Ameríku rofnuðu seinl ájúratímabili miðlífs- aldar, fyrir um 150 milljón árum, og sjór lá þar yfir sem nú er eiðið í Mið-Ameríku þar til í lok tertíer, fyrir tveimur og hálfri milljón ára. Allan þennan tíma þróuðust pokadýr og fylgjudýr samhliða í S-Ameríku en poka- dýrin hurfu úr norðurhluta álfunnar. Eftir að N- og S-Ameríka tengdust aftur héldu allmörg fylgjudýr suður á bóginn, en aðeins eitt pokadýr - virginíuposan - nam land í norðri. Dýrið hefur lagt undir sig austur- hluta Bandaríkjanna. langleiðina norður að kanadísku landantærunum, og nteðfram vesturströndinni er það komið langt norður eftir Kanada (sjá útbreiðslukort með I I. mynd). Upphafleg heimkynni virg- iníuposu ná suður til Costa Rica í Mið- Ameríku. Aðrar og áþekkar Didelphis- tegundir lifa í S-Ameríku, allt suður til Argentínu. Virginíuposa er á stærð við kött: Höfuð og bolur verður allt að hálfur metri og sívöl og nær hárlaus griprófan er ámóta löng. Á framlimum eru klær á öllum fimm ftngmnum en fyrsta táin er klóarlaus og grípur móti hinum fjórum. Þetta eru einfarar og náttdýr sem láta lítið fara fyrir sér á daginn. Posurnar éta flest sem þær komast yfir, svo sem hræ, skordýr, froska, slöngur, smáspendýr, ána- ntaðka, aldin og ber. Kjörlendi þeirra er rakt skóglendi eða þétt kjarr næiri ám eða mýrar- flóum. Yfirleitt bregðast virginíuposur öndverð- ar við áreitni - hvæsa, froðufella og ógna með fimmtíu tönnum í gapandi gini. í öðrum tilvikum þykjast þær dauðar, liggja grafkyrr- ar, og tekst þá stundum að leiða athygli óvinarins frá sér (12. ntynd). 51

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.