Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 8
skaðlausar en jafnframt mikilvæg fæða fyrir ýmsa dýrahópa. Á norðlægum slóðum, þar sem árstíða- skipti eru í sjónum, er fjöldi svifþörunga mestur á vorin og þá eru það kísilþörungar sem í flestum tilfellum mynda blómann. Vor- blóminn er mikilvægur fyrir ungviði hinna ýmsu dýrategunda, sem mikið er af í sjónum á þessum árstíma. Þegar líða tekur á sumarið eru það ekki einungis kísilþörungarnir heldur einnig aðrar tegundir sem mynda blóma. Við sérstök skilyrði, þar sem mikil auðgun næringarefna hefur átt sér stað, getur blómi „skaðlausra tegunda“ valdið skaða þar sem súrefnisskortur í sjónum getur fylgt í kjölfar hans. Súrefnisskorturinn getur verið afleiðing niðurbrots dauðra svif- þörunga, þar sem rotgerlar nota súrefni, og getur haft í för með sér dauða fiska og hryggleysingja. ■ BLÓMI „SKAÐLEGU TEGUNDANNA" í dag eru þekktar um það bil 300 tegundir svifþörunga sem geta verið skaðlegar og þar af einar 40 sem framleitt geta eitur (Hallegraeff 1993). Flestar skaðlegu tegund- irnar eru skoruþörungar en nokkrar tegundir tilheyra þó öðrum flokkum. Fjöldi tegunda er valda skaða, út- breiðsla þeirra og tíðni blóma hefur farið ört vaxandi í heiminum undanfarin ár. Margar skýringar eru á þessarri aukningu. Með auknu eldi í sjó og sívaxandi nýtingu lífvera af grunnsævi verður afleiðinga svifþörungablóma vart í ríkara mæli en áður. Með aukinni þekkingu hefur komið í ljós að skaðlegar tegundir eru fleiri en ætlað var og fjölgar þeim stöðugt. Aukin mengun í sjó vegna framburðar nær- ingarefna frá landbúnaðarhéruðum og flutningur dvalargróa skaðlegra tegunda frá einu svæði til annars með kjölvatni skipa getur beinlínis haft áhrif á tíðni og útbreiðslu þessarra blóma. Blómi skaðlegra svifþörungategunda getur valdið miklu tjóni í sjóeldi og í náttúrulegum staðbundnum dýrastofnum eins og skelfiski sem veiddur er til mann- eldis. Skaðsemin er tvenns konar, annars vegar skelfiskseitrun og hins vegar fisk- dauði. ■ SKELFISKSEITRUN Skelfiskseitrun, sem stafar af neyslu á eitruðum skelfiski, er algeng í heiminum í dag. Menn hafa lengi vitað um matareitranir sem hægt hefur verið að tengja við skelfiskát. Jafnvel á íslandi, þar sem skel- fisksneysla hefur verið mjög takmörkuð, er þess getið í gömlum heimildum að skelfiskur sé varasamur til átu og þó sérstaklega í r- lausum mánuðum, það er frá maí fram í ágúst (Lúðvík Kristjánsson 1980). Skoruþörunga verður helst vart í sjónum yfir sumartímann og eru það oftast tegundir þeirra sem valda skelfiskseitrun. Reynsla og rannsóknir síðustu ára sýna þó að skelfiskseitrunar má vænta hérlendis frá maí og allt fram í október. Reglan um r-lausu mánuðina er því alls ekki örugg. Þegar um skelfiskseitrun er að ræða hefur skelfiskurinn nærst á eitruðum svif- þörungum og getur styrkleiki eitursins orðið allverulegur í fiskinum. Eitrið safnast fyrir í skelfiskinum en hefur engin áhrif á hann sjálfan. Eituráhrifanna gætir aftur á móti hjá mönnum og öðrum spen- dýrum er neyta eitraðs skelfisks (2. mynd). Greint er á milli mismunandi skelfisks- eitrana eftir því hvaða eitur þörungarnir framleiða en hver eiturflokkur hefur sín sérstöku áhrif. Algengustu skelfisks- eitranir eru PSP-eitranir (paralytic shell- fish poisoning) eða lömunareitranir, DSP- eitranir (diarrheic shellfish poisoning) eða niðurgangseitranir og ASP-eitranir (amne- sic shellfish poisoning) eða minnistaps- eitranir. Mest finnst af eitrinu í skelfisk- inum þegar blómi eitruðu tegundarinnar er í hámarki eða nýafstaðinn. Hversu langan tíma skelfiskurinn er eitraður, eftir að þörungablóminn er genginn um garð, fer eftir því um hvers konar eitrun er að ræða, tegundum skelfisks, magni eiturs í skel- 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.