Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 15
„Eldhjarta ÍSLANDS“ INGI Þ. BJARNASON LEITIN AÐ )ARÐFRÆÐILEGRI UPPSPRETTU LANDSINS Heitur reitur er landsvœði sem ein- kennist af mikilli eldvirkni og jarð- hita og stendur hátt yfir umhverfið. ísland er einn af stœrstu heitu reitum jarðar og gncefir 2—4 km yfir venju- lega hœð Norður-Atlantshafshryggjar- ins sem gengur í gegnum landið. Markmið fjölþjóðlega jarðskjálfta- verkefnisins ÍSBRÁÐ (bráðin sem myndar ísland) er að rannsaka þessa jarðfrœðilegu uppsprettu landsins. (Ingi Þ. Bjarnason o.fl. 1996). Raun- vísindastofnun leiðir þetta verkefni en samstarfsaðilar eru frá Banda- ríkjunum, Bretlandi og ýmsum stofn- unum hér á landi. | argt er óþekkt um eðli heitra reita, en það liggur í augum uppi að þeir eiga rætur að rekja til aukins ---------hita á afmörkuðum svæðum inni í jörðinni. Ekkert hefur hins vegar verið Ingi Þorleifur Bjarnason (f. 1959) lauk B.Sc-prófi í jarðeðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1983, meist- araprófi frá Utah-háskóla 1986 og doktorsprófi frá Columbia-háskóla 1992. Hann var aðstoðar- kennari við Columbia-háskólann 1987-88, vann við rannsóknir á Carnegie-stofnuninni í Washing- ton 1993-94 og í hlutakennslu við Háskóla íslands 1996. Frá 1995 hefur Ingi starfað sem sérfræð- ingur á Raunvísindastofnun Háskóla íslands. sannað um uppruna hitans, en líklegt er talið að hann stafi af uppstreymi heits efnis í möttlinum, svokölluðum möttul- strók, sem hugsanlega eigi upptök við mörk möttuls og kjarna. Möttullinn er þykkasta lag jarðar. Hann er á föstu formi en seigfljótandi og liggur á milli jarðskorp- unnar, sem er 5-70 knr þykk, og kjarnans sem er á 2900 km dýpi. Við uppstreymi heits efnis í möttlinum lækkar þrýstingur á því og bræðslumark. Ýmis rök hníga að því að á bilinu frá nokkrum tugum kílómetra niður á nokkur hundruð kílómetra dýpi sé hitinn það hár í möttulstróki að hluti hans bráðni; þar er svokallað bræðslusvæði. Þannig verður til bergkvika sem stígur upp vegna þess að hún er eðlisléttari en grannbergið og ntyndar jarðskorpuna þegar hún storknar í ysta lagi jarðar. Kristján Tryggvason o.fl. (1983) eru frum- kvöðlar í gerð myndar af möttulstróknum undir íslandi. Þeir sáu áhril' möttulstróks- ins nokkurn veginn undir miðju landsins sent hraðaininnkun niður á um 400 km dýpi. Við gerð myndar sinnar notuðu þeir ferðatíma P-skjálftabylgna (sjá almenna lýsingu Páls Einarssonar 1991 a á jarð- skjálftabylgjum) sem skráðar voru á sí- ritandi flaumræna skjálftamæla hér á íslandi. Mælióvissa flaumrænna skjálfta- mæla er meiri en síðari tíma stafrænna inæla og getur slík óvissa komið fram í Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 77-83, 1997. 77

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.