Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 22
Fréttir EITURÁTSVEPPUR Díoxín (fullu nafni 2,3,4,8-tetraklóródíbensó-/?-díoxín) er baneitrað efni sem meðal annars getur valdið krabbameini. í „Agent Orange", plöntueitri sem bandaríski herinn notaði í Víet- namstríðinu til að eyða laufi af trjám í skógum þar sem fjendur þeirra leyndust, var smáræði af díoxíni. Bandarískir hermenn urðu fyrireituráhrifum sem þeir töldu aðrekja mætti til snertingar við plöntueitrið og dómsátt varð um að framleiðendur greiddu hermönnunum og fjölskyldum þeirra 180 milijón dali í skaðabætur. Díoxín hefur komið við sögu í fleiri mengunarslysum, svo sem í Seveso á Ítalíu 1976. Nú hafa vísindamenn við Ehimeháskóla í Japan uppgötvað að sveppur sem lifir í rotnandi trjám getur nærst á díoxíni. Á rannsóknastofu í háskólanum eyddi sveppurinn 85 prósentum af díoxíni úr umhverfi sínu á 15 dögum. Japanarnir vinna nú að því að fá fram enn afkastameiri stofn sveppsins. NewScientist, 15. nóvember 1997, bls. 15. FÍLAR MEÐ UNGLINGAVANDAMÁL Þjóðgarðsverðir í Suður-Afríku rekast oft á dauða nashyrninga sem veiðiþjófar hafa fellt til að ná hornunum. Þau hafa í meira en 40 aldir verið notuð í lyf í Kína og víðar í Suðaustur-Asíu, einkum til að auka holdlega reisn karla. Eftir því sem nashyrningum fækkar þar í álfu verða horn afrískra nashyrninga verðmætari á svörtum markaði. Fullvíst þykir raunar að lyfin séu vitagagnslaus en það dregur ekki úr eftirspurninni. (Sjá Fréttir í Náttúrufræðingnum 63 (1-2), bls. 72,1993.) Síðustu þrjú árin hafa verðir í Pilanesberg-þjóðgarðinum í Suður-Afríku alloft rekist á dauða nashyrninga með ósnert horn. Dýrin höfðu ekki verið skotin en voru með djúp stungusár. Brátt kom í ljós að sökudólgarnir eru ekki veiðiþjófar heldur ungir karlfílar sem troða nashyrningana undir og reka svo á hol með höggtönnunum. Líkleg skýring á þessu annarlega hátterni er að fílamir hafi ekki fengið eðlilegt uppeldi. Um nokkurt skeið hafa Suður-Afríkumenn haldið fílastofnum í Kruger-þjóðgarðinum í skefjum með því að fella fullvaxin dýr. Kálfar, sem við þetta urðu munaðarlausir, voru fluttir í aðra þjóðgarða eða á svæði í einkaeign þar sem engar fflahjarðir voru fyrir. Síðan 1978 hefur um 1500 kálfum, þar af 600 bolakálfum, verið komið fyrir á nýjum stöðum víða á landinu. í eðlilegri fílahjörð ríkir strangt skipulag þar sem gamall tarfur kemur skikki á hegðun smápiltanna. Telja menn að nashyrningadráp ungfílanna megi rekja til skorts á föðurímynd. Fyrir tveimur árum fóru starfsmenn Kruger-garðsins að senda heilar fjölskyldur til landnáms á nýjum slóðum í stað munaðarlausra kálfa. Einnig hyggjast þeir flytja fullorðna karlfíla til vandræðaunglinganna í von um að hegðun þeirra lagist. Gera má ráð fyrir að nokkur tími líði áður en í ljós kemur hvort þessar ráðstafanir bera árangur. Time, 20. okt. 1997, bls. 86. Örnólfur Thorlacius tók saman. 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.