Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 27
Hross I HERNAÐI Allt frá því að hestar voru fyrst tamdir og fram undir okkar daga hafa þeir gegnt mikilvægu hlutverki í hernaði, dregið stríðs- vagna og vígtól, borið riddara, flutt vistir og sum- ir endað í pottunum í eld- húsvögnum sem þeir áður drógu. esturinn, Equus caballus, reikaði villtur um sléttur og skóglendi í Evrasíu um hundruð alda en þokaði smám saman fyrir mönnum sem veiddu hann og eyddu búsvæðunum. Villihestar virðast hafa verið á beit við Rín á sögulegum tíma en um 1800 voru engir eftir vestar en í austurhéruðum Póllands. Þegar á nítjándu öldina leið hvarf tarpanhesturinn. undirtegund sem lifði á sléttum Suður- Rússlands allt austur að Volgu (1. mynd). Síðasti villti tarpaninn sem sögur fara af var felldur í Úkraínu á jóladag 1879 og þar með var sögu villihesta í Evrópu lokið. Saina Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík 1960-1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967- 1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. ár bárust dýrafræðingum fregnir af annarri undirtegund á gresjum og í eyðimörkum í Asfu. Þetta var przewalskishesturinn, kenndur við Nikolai Mikhailovich Prze- walski, landkönnuð sem uppgötvaði hann í Mongólíu.1 Hann hefur einnig þurft að þola yfirgang manna og um miðja þessa öld voru aðeins fáar hjarðir eftir þar sem mætast Mongólía og Kína. Talið er að upphaflegir stofnar przewalskishesta séu nú allir útdauðir í náttúrunni. í það minnsta hafa dýrin hvergi sést með vissu síðan 1968. Nokkur hundruð eru í dýragörðum og á eldisstöðvum auk þess sem eitthvað er til af kynblendingum þeirra og eldishesta. Nú er unnið að því að koma przewalskishestum úr 'Mongólíumenn og margir dýrafræðingar kalla hestinn takhi. Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 89-94, 1997. 89

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.