Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 37
Loðmundarskriður 0 1 km Skýringar Berghlaupsurð Oðmul urö Brotsór Vatnasat Perlusteirui Jökulurö Strandset 2. mynd. Kort af Loðmundarskriðum. - Map of Loðmundarskriður, East Iceland. Meðal þeirra er þýski jarðfræðingurinn Konrad Richter sem kom í rannsóknarleið- angur til íslands árið 1958. Með honum var landi hans, jarðtæknifræðingurinn Helmut Nowak. Tilgangur ferðarinnar var að skoða ýmis jarðefni með tilliti til nýtingarog námu- vinnslu. Þeir fóru m.a. til Loðmundarfjarðar með Tómasi Tryggvasyni. Athuganir þeirra beindust fyrst og fremst að gæðum og magni perlusteinsins. Skýrsla þeirra og kort sem henni fylgja sýna að þar voru kunnáttu- menn á ferð (Richter 1958, 1960). Þeir sáu það, sem aðrir höfðu ekki fyllilega áttað á, að perlusteinninn fylgdi súrum berggangi eða brík sem bryddi á upp í gegn um þunna berg- hlaupsurð. Konrad Richter lét m.a. aldurs- greina mósýni sem hann tók undan urðinni. Um það verður rætt síðar. ■ HLAUPIÐ Hér er ekki ætlunin að bæta miklu við lýsingu Ólafs Jónssonar á Loðmundarskrið- um. Skrif hans í þessu efni eru í fullu gildi og er mönnum því bent á að slá upp á bls. 147 í Berghlaupum og lesa kaflann sem þar hefst. Helsta nýjungin sem þessi grein hefur fram að færa er meðfylgjandi kort af Loðmundar- skriðum (2. mynd) og stærðarmæling hlaupsins (1. tafla). Berghlaup má flokka á ýmsa vegu. Til dæmis virðist mega skipta þeim eftir upp- runa í hraðfara og hægfara hlaup. Ýmis til- brigði eru þar á milli en í stórum dráttum verða hraðfara hlaup í einni svipan. Berg- fylla, sem losnað hefur um í fjallshlíð, fer skyndilega af stað og steypist niður hallann 99

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.