Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 42
Athyglisverð skordýr: EnG]ASK)ANNI sfðasta pistli mínum um athyglis- verð skordýr var fjallað um möðrusvarma (Hyles gallii), en hann er dæmigert útlent fiðrildi sem kemur hingað af og til fljúgandi yfir hafið. Þess var og getið að fleiri tegundir fiðrilda berast til landsins með varningi, sem þykir e.t.v. ekki eins áhugavert, en þó ber að hafa í huga að þannig geta komið tegundir sem eiga möguleika á að nema hér land. Flestir sem ferðast hafa til nágranna- landanna kannast við stór hvít fiðrildi á flögri yfir ökrunum. Þau eru svo sannarlega augnayndi, en hins vegar ekki að sama skapi vel þokkuð af þeim sem akrana rækta. Þetta eru kálfiðrildin svokölluðu, eða skjannarnir eins og Þorsteinn Thorarensen kallar þau í Stóru skordýrabók Fjölva. Skjanni merkir „hátt, hvítt enni, kinn, vangi“, og sem forskeyti (skjanna-) merkir það skær, skínandi; skjannalegur = hvítleitur (sbr. íslensk orðabók, Bókaútgáfa Menningar- sjóðs 1988). Ég tel nafngift Þorsteins því sæma þessum fiðrildum vel. Af skjannaætt (Pieridae) eru til 48 tegundir í Evrópu. Þar af tilheyra átta ættkvíslinni Pieris. Þrjár þeirra hafa mér vitanlega fundist hér á landi. Ekki er vitað til þess að þær hafi borist hingað eftir öðrum leiðum en með varningi. Engjaskjanni Pieris rapae (Linnaeus, 1758) er tíðust tegundanna hér. Erling Ólafsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í líffræði frá Háskóla íslands 1972 og doktorsprófi í skordýrafræði frá Háskólanum í Lundi 1991. Erling hefur starfað við dýrafræðirannsóknir hjá Náttúrufræðistofnun Islands frá 1978. I ERLING ÓLAFSSON Kálskjanni P. brassicae (L., 1758) sem er stærstur tegundanna hefur fundist hér nokkrum sinnum, en skuggaskjanni P. napi (L., 1758) aðeins einu sinni. Alls er vitað um 14 engjaskjanna sem hér hafa fundist. Sá fyrsti fannst um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn árið 1924, sem segir e.t.v. nokkuð um það hvernig þessi fiðrildi koma til landsins. Hingað hafa engjaskjannar borist á öllum tímum árs. Þeir þrauka veturinn á púpustigi, en púpur klekjast gjarnan á röngum tímum ef þær berast inn í hita. Engjaskjanni er algengur í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu. Hann lifir einnig í N-Afríku, Asíu og N-Ameríku. Hann lifir á káli (Brassica) og öðrum krossblómum og getur valdið spjöllum í kálrækt. Engjaskjanni Pieris rapae (Linnaeus), sem fannst innanhúss í Reykjavík 13. janúar 1994. 1 hvíldarstöðu sitja skjannar með vœngina upprétta. Oftast er mikill munur á litmynstri á efra og neðra borði vœngja á fiðrildum. Ljósm. Erling Olafsson. 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.