Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 68
Yfirleitt hafa menn borið traust til vinnu sem flokkast undir rannsóknir og vísindi. Hver kannast t.d. ekki við þau rök að segja að eitthvað sé vísindalega sannað í merkingunni að sönnunin sé yfir allan vafa hafin? Ekki er um það að villast að orðið rannsókn hefur nú miklu víðari merkingu en áður. Ástæðan gæti verið tilhneiging til að gefa vinnu sinni gæðastimpil eða stimpil vandvirkni. Mér sýnist merking þessa orðs orðin svo víð að það er nánast orðið merkingarlaust. Orðið rannsókn er notað í miklu víðari merkingu er orðið research á ensku eða orð sömu merkinginar í öðrum tungumálum. Þannig er orðið rannsókn eitt notað fyrir mörg orð á ensku sem hafa mismunandi merkingu eins og „investigation", „study“, „examination", „inquiry“, „testing" og „analysis“. Aðstoðarmaður á rannsóknar- stofu er nefndur rannsóknarmaður en á ensku technical assistant. Rökrétt væri að íslenska orðið rannsóknarmaður væri sömu merkingar og enska orðið „researcher“, en það hefur allt aðra merkingu. Greining á uppbyggingu DNA-sameindarinnar í litn- ingum fruma í tengslum við sakamál nefnist á íslensku DNA-rannsókn. Enginn ensku- mælandi maður mundi að mínu viti tala um DNA-research í þessari merkingu. Það væri nefnt „DNA-analysis“, þ.e. DNA-greining. Talað er um rannsóknarboranir þegar borað er til að leita að heitu vatni. Slíkar boranir nefni ég ætíð leitarboranir. Á ensku er talað um „exploration drillings". Þannig mætti lengi telja. En er ekki ástæða til að orð hafi ákveðna merkingu? Það finnst mér, enda forsenda þess að gerlegt sé að tjá sig á skiljanlegan hátt. Það er full ástæða til þess að þrengja merkingu orðsins rannsókn frá því sem nú er eða búa til nýyrði sem væri sömu merkingar og orðið research á ensku. Seinni kosturinn er vafalaust sá eini sem er fær. Hér eru þó ekki gerðar neinar tillögur um nýyrði. Ég er ekki einn um það að sjá að orðið rannsókn hefur margþætta merkingu. Til þess að greina nánar frá því hverskonar starfsemi felst í rannsóknum hefur nafn- orðum eða lýsingarorðum verið hnýtt framan við orðið rannsókn svo sem grunn- rannsóknir, yfirlitsrannsóknir, þjónustu- rannsóknir, hagnýtar rannsóknir og hnýsni- rannsóknir svo dæmi séu nefnd. Þessi lausn er tæplega nógu góð. Hér á eftir mun ég nota orðið rannsókn í sömu merkingu og enska orðið „research“ nema annars sé getið. Orðið merkir þannig þekkingarleit. Tilgangur rannsókna er að afla nýrrar þekkingar - bæta við þá þekkingu sem fyrir er. Hreinar rannsóknir (pure re- search) eru rannsóknir sem hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar þekking- arinnar vegna. Nytjarannsóknir (applied re- search) eru hins vegar rannsóknir á einhverju sem menn vita eða telja með nokkurri vissu að hafi notagildi - hafi einhver áhrif á afkomu okkar. Þannig myndu rannsóknir á jarðhita, fiskstofnum eða jarð- skjálftum flokkast undir nytjarannsóknir. Hins vegna væri kortlagning á útbreiðslu vetrarblóms eða mæling á snefilefnum í hraunum á Reykjanesskaga hreinar rann- sóknir. Rökrétt væri að telja orðið grunn- rannsóknir sömu merkingar og hreinar rann- sóknir. Orðið hagnýtar rannsóknir finnst mér að feli í sér hugsanavillu, a.m.k. ef orðið rannsókn er notað í sömu merkingu og re- search á ensku. Því finnst mér að ekki eigi að nota það orðtak. Eðli málsins samkvæmt verður ekki dæmt um það hvort rannsókn - leit að nýrri þekkingu - sé hagnýt. Þó hel'ur reynslan sýnt að ekkert hefur skilað mann- kyni meira fram á við í efnahagslegu tilliti en rannsóknir í raunvísindum og tækni þeim tengdri. íslendingar taka nú þátt í umtalsverðu fjölþjóðlegu samstarfi á sviði rannsókna. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur nokkrum sinnum gert úttekt á rannsóknar- og þróunarstarfsemi (research and development) hér á landi og veitl íslenskum stjórnvöldum ráð í þeim efnum. Er ráðamönnum og leikmönnum í rannsóknum nákvæmlega ljóst hvað verið er að fjalla um? Athugun eða könnun („investigation“, ,,study“) felur í sér að afla upplýsinga um eitthvað með þekktum aðferðum. Ég tel 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.